- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn tóku frumkvæðið af FH

Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

ÍBV tók forystuna í undanúrslitarimmunni við FH með því að vinna með fjögurra marka mun í fyrstu viðureign liðanna í Kaplakrika í kvöld 31:27. FH var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.

Næsta viðureign liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á sunnudaginn og verður að öllu óbreyttu flautað til leiks klukkan 17. Liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við annað hvort Aftureldingu eða Hauka sem mætast fyrsta sinni annað kvöld.

Í annars jöfnum leik var ÍBV sterkara á lokakaflanum. Eftir að staðan var jöfn, 23:23, tók við afar góður kafli hjá Eyjamönnum sem hélst leikinn á enda. Munaði þar ekki síst um stórleik markvarðarins Pavel Miskevich sem í dag skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV. Hann kom til félagsins í upphafi árs og hefur reynst happafengur. Arnór Viðarsson þótti einnig leika einstaklega vel í öflugu liði ÍBV sem virðist til alls líklegt.

„Varnarleikurinn var mjög þéttur og Pavel [Miskevich] var að verja vel. Við náðum að þreyta þá og þeir tóku skot úr erfiðum skotum en þetta var bara einn leikur,” sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV m.a. í samtali við Vísir í leikslok.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 12/8, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Birgir Már Birgisson 2, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Egill Magnússon 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Phil Döhler 12/1, 29,3% – Axel Hreinn Hilmisson 0.

Mörk ÍBV: Kári Kristján Kristjánsson 8/4, Rúnar Kárason 7, Arnór Viðarsson 6, Elmar Erlingsson 4/2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Janus Dam Djurhuus 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1, Sveinn Jose Rivera 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 15, 36,6%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -