- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn tóku völdin síðustu 20 mínúturnar

Sigtryggur Daði Rúnarsson, ÍBV. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Þegar öllu var á botninn hvolft að lokinni viðureign ÍBV og Selfoss í 10. umferð Olísdeildar karla í kvöld þá unnu Eyjamenn öruggan sigur, 33:25, eftir að hafa tekið mikinn endasprett síðasta þriðjung leiktímans. Selfoss var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:11. Liðið situr áfram í neðsta sæti deildarinnar með tvö stig. ÍBV færðist upp fjórða til fimm sæti við Fram með 11 stig. Ýttu Eyjamenn leikmönnum Hauka niður í sjötta sæti.


Selfossliðið var sterkara lengi vel í leiknum í Eyjum. Segja má að fyrstu nærri 40 mínútur leiksins hafi Selfossliðið ráðið ferðinni. Eyjamönnum voru mislagðar hendur í sókninni og náðu ekki upp góðum varnarleik auk þess sem markvarslan var í molum.

Mest var Selfossliðið fjórum mörkum yfir, 14:18, þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Upp úr því breytti ÍBV yfir í 5/1 vörn með Ívar Bessa Viðarsson í aðalhlutverki. Breytingin hafði slæm áhrif á leik Selfossliðsins sem tapaði frumkvæðinu. Leikmenn ÍBV gengu á lagið, jöfnuðu metin, 20:20, og komst yfir í framhaldinu.

Síðustu 10 mínúturnar gáfu leikmenn Selfoss enn meira eftir og munurinn jókst. Það er ekki árennilegt að lenda undir í leik í Vestmannaeyjum, ekki síst þegar sjálfstraustið er ekki alveg upp á það besta.

Andrés Marel Sigurðsson átti góðan leik fyrir ÍBV og eins fór Ívar Bessi mikinn eftir að hann tók að sér að slá sóknarmenn Selfoss út af laginu.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk ÍBV: Andrés Marel Sigurðsson 6, Sigtryggur Daði Rúnarsson 5/4, Daniel Esteves Vieira 4, Dagur Arnarsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Sveinn Jose Rivera 2, Elmar Erlingsson 2/1, Gauti Gunnarsson 2, Arnór Viðarsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 4, 18,2% – Petar Jokanovic 3, 30%.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 6/3, Sölvi Svavarsson 4, Tryggvi Sigurberg Traustason 4/1, Atli Ævar Ingólfsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Hannes Höskuldsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 1, Sverrir Pálsson 1, Sæþór Atlason 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 8/1, 25,8% – Alexander Hrafnkelsson 1, 10%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -