- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyþór þjálfar á Selfossi næstu þrjú ár

Eyþór Lárusson heldur óhikað áfram þjálfun Olísdeildarliðsins Selfoss næstu þrjú árin. Ljósmynd/UMF Selfoss
- Auglýsing -

Eyþór Lárusson hefur samið til þriggja ára við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks kvenna. Eyþór hefur verið aðalþjálfari meistaraflokks kvenna síðan sumarið 2022 og farið með liðinu í gegnum súrt og sætt á þeim tíma. Áður hafði hann þjálfað yngri flokka Selfoss í 15 ár.

Selfoss vann Grill 66-deild kvenna með yfirburðum á síðasta keppnistímabili, vann allar 18 viðureignir sínar með talsverðum mun. Einnig komst Selfossliðið í undanúrslit Poweradebikars kvenna.

„Ég er spenntur fyrir því að vinna með Selfossliðinu næstu árin og taka áfram þátt í uppbyggingu kvennahandboltans á Selfossi. Við erum rétt að byrja,“ er haft eftir Eyþóri í fréttatilkynningu handknattleiksdeildar Selfoss í dag.

Fyrsti leikur á fimmtudaginn

Selfoss sækir Hauka heim á Ásvelli í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna á fimmtudagin klukkan 18. Föstudaginn 13. september leikur Selfoss á heimavelli gegn hinum nýliðum Olísdeildar, Gróttu.

Leikjadagskrá Olísdeilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -