- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fæðingin var erfið

Sunna Jónsdóttir er alltaf öflug í liði ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Við höfum oft verið í erfiðleikum á Ásvöllum gegn ungu, efnilegu og vel spilandi liði Hauka,“ sagði Sunna Jónsdóttir leikmaður ÍBV eftir torsóttan sigur liðsins á Haukum, 30:23, í Olísdeild kvenna á í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.


„Varnarleikurinn var slakur hjá okkur lengst af leiksins. Síðasta korterið þéttist vörnin aðeins. Þá um leið fóru hlutirnir að rúlla betur hjá okkur og Marta hrökk í gang í markinu á sama tíma. Segja má að fæðingin hafi verið erfið hjá okkur,“ sagði Sunna sem þverneitaði að ÍBV liðið væri komið með hugann við deildarmeistaratitilinn sem er innan seilingar.

Tökum einn leik í einu

„Við erum alls ekki á þeim slóðum enda væri það hættulegt af okkar hálfu. Við eigum þrjá leiki eftir í deildinni. Ennþá getur allt gerst. Við tökum bara einn leik fyrir í einu. Langt er síðan að kvennalið ÍBV vann til verðlauna á Íslandsmótinu svo reynslan okkar er ekki mikil. Við erum ekki farnar að sjá eitthvað í hillingum. Eitt er að láta sig dreyma en annað er að draumarnir rætist,“ sagði Sunna.

Skemmtilegasta vikan er framundan

Framundan er undanúrslit í Poweradebikarnum í handknattleik kvenna á miðvikudaginn þegar ÍBV mætir Selfoss. Sunna segir að eftirvænting sé farin að byggjast upp í Eyjum vegna bikarkeppninnar. „Skemmtilegasta vika ársins er framundan. Við ætlum að reyna að njóta hennar vel,“ sagði Sunna Jónsdóttir leikmaður ÍBV í samtali við handbolta.is.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -