- Auglýsing -
Selfoss færðist í kvöld skrefi nær tveimur efstu liðum Grill66-deildar kvenna þegar liðið vann ungmennalið Stjörnunnar, 32:25, í Sethöllinni á Selfossi. Selfossliðið er með 26 stig og er stigi á eftir FH og ÍR sem eru í tveimur efstu sætunum. Til viðbótar á Selfossliðið þrjá leiki til góða á FH og einn leik á ÍR auk þess sem síðari viðureign ÍR og Selfoss stendur út af borðinu.
Eins og við mátti búast var talsverður munur á liðunum í Sethöllinni í kvöld enda eru þau hvort á sínum ásnum í deildinni. Selfoss tók snemma völdin og gaf ekkert eftir þótt að óreyndari leikmenn hafi fengið að spreyta sig nokkuð þegar á leikinn leið.
Selfoss var sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik og náði 10 marka forystu í síðari hálfleik. Næsti leikur Selfossliðsins í Grill66-deildinni verður við Víking í Víkinni á fimmtudagskvöld.
Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 9, Elínborg Þorbjörnsdóttir 6, Inga Sól Björnsdóttir 4, Roberta Strope 3, Tinna Soffía Traustadóttir 3, Emilía Kjartansdóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 2, Hólmfríður Steinsdóttir 1, Katla Ómarsdóttir 1, Kristín Una Hólmarsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar U.: Sonja Lind Sigsteinsdóttir 12, Thelma Dögg Einarsdóttir 4, Adda Sólbjört Högnadóttir 3, Birta María Sigmundsdóttir 3, Birta Líf Haraldsdóttir 1, Heiðdís Emma Sigurðardóttir 1, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1.
Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.
- Auglýsing -