- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar unnu sjö marka sigur á heimavelli

Færeyska landsliðið vann Norður Makedóníu með sjö marka mun í Þórshöfn í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Færeyska landsliðið heldur áfram að gera það svo sannarlega gott. Í kvöld vann það Norður Makedóníu, 34:27, í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM á næsta ári. Leikurinn fór fram í stakkfullri keppnishöllinni á Hálsi í Þórshöfn og alveg hreint frábærri stemningu. Nokkrir dagar eru síðan uppselt var.

Síðari viðureignin verður í hinni miklu ljónagryfju, Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje, á sunndaginn. Onki er avgjørt enn, eins og sagt er á færeyskum fréttmiðlum í kvöld eftir þennan glæsilega sigur frænda okkar sem svo sannarlega undirstrikuðu enn einu sinni styrk sinn á handboltavellinum.

Færeyingar voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14. Þeir léku frábæran handknattleik á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks og skoruðu nánast í hverri sókn. Náði færeyska liðið mest átta marka forskoti og léku eins og þeir sem valdið hafa. Að vanda fór Elias Ellefsen á Skipagøtu fyrir sínu liði.

Norður Makedóníumenn létu mótlætið á sig fá og var þeim átta sinnum vikið af leikvelli.

Mörk Færeyja: Elias Ellefsen á Skipagøtu 10, Óli Mittún 6, Hákun West av Teigum 6, Leivur Mortensen 5, Vilhelm Poulsen 5, Kjartan Johansen 1, Teis Horn Rasmussen 1.
Varin skot: Pauli Jacobsen 4, 18% – Nicholas Satchwell 2, 22%.
Mörk Norður Makedóníu: Filip Kuzmanovski 8, Marko Mitev, 5, Nikola Kosteski 5, Milan Lazarevski 4, Tomislav Jagurinoski 3, Nikola Markoski 1, Martin Seratimov 1.
Varin skot: Nikola Metrevski 6, 17%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -