- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Færeyingar unnu sögulegan sigur í Tríer

- Auglýsing -

Færeyingar brutu blað í íþróttasögu sinni í kvöld þegar kvennalandsliðið vann sinn fyrsta sigur í lokakeppni heimsmeistaramóts í handknattleik. Færeyska landsliðið vann Spán, 27:25, í hörkuleik í Tríer í Þýskalandi. Jana Mittun skoraði tvö síðustu mörk leiksins og innsiglaði þennan sögulega sigur en þetta var aðeins annar leikur færeysks landsliðs í lokakeppni heimsmeistaramóts kvenna.


Spánverjar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Færeyingar komust yfir, 16:15, snemma í síðari hálfleik en misstu frumkvæðið og voru tveimur mörkum undir, 23:21, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Lokakaflinn var spennuþrunginn. Spænska liðið reyndi hvað það gat en dugmikið færeyskt landslið stóðst álagið og vann sögulegan og sætan sigur.

Færeyska landsliðið hneigir sig fyrir viðureignina í Tríer í kvöld. Ljósmynd/IHF

Vinningurinn í kvöld tryggir Færeyingum tvö stig í milliriðlakeppninni þar sem íslenska landsliðið gæti orðið einn af þeirra andstæðingum. Færeyingar eiga eftir einn leik í riðlakeppninni, gegn Paragvæ á sunnudaginn. Paragvæ hefur ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum á mótinu til þessa.

Spánverjar mæta Svartfellingum á sunnudaginn. Svartfellingar hafa unnið báða leiki sína til þessa en lentu í kröppum dansi gegn Færeyingum á miðvikudagskvöld.

Brandenborg markahæst

Pemilie Brandenborg var markahæst hjá færeyska liðinu með sjö mörk. Jana Mittún skoraði sex mörk. Rakúl Wardum markvörður færeyska liðsins átti stórleik, varði 15 skot, 39%.

Ítarlegri tölfræði.

HM kvenna ”25 – dagskrá, riðlakeppni, úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -