- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar unnu stórsigur í Lúxemborg

Leikhlé færeyska landsliðsins í leiknum við Lúxemborg í gær. Mynd/Facebooksíða færeyska handknattlekssambandsins
- Auglýsing -

Færeyska landsliðið vann stórsigur á landsliði Lúxemborgar, 34:16, í Lúxemborg í gær en liðin eru með íslenska og sænska landsliðinu í 7. riðli undankeppni Evrópumótsins í handknattleik kvenna. Leikurinn fór fram í Lúxemborg. Færeyingar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9. Liðin mætast aftur í Þórshöfn á sunnudaginn.

Þetta var fyrsti sigur færeyska landsliðsins í undankeppninni eftir tap fyrir Íslandi og Svíþjóð í október þegar fyrstu tvær umferðirnar fóru fram. Færeyska landsliðið kemur til Íslands í byrjun apríl og leikur við íslenska landsliðið í lokaumferð undankeppninnar 7. apríl. Áður verður íslenska landsliðið búið að sækja Lúxemborgarar heim.

Færeyingar höfðu yfirburði í leiknum í Lúxemborg enda eru leikmenn landsliðs Lúxemborgar nánast eins og byrjendur í íþróttinni eins og áhorfendum var ljóst í haust þegar þeir komu hingað til lands.

Annika Fríðheim Petersen, sem eitt sinn varði mark Hauka, fór á kostum í færeyska markinu og varði 12 skot, 50%. Silja Arngrímsdóttir Müller fékk tækifæri í markinu undir lokin og varði 2 skot, 33%.

Jana Mittún skoraði átta mörk fyrir færeyska landsliðið og var markahæst. Pernille Brandenborg var næst á eftir með sjö mörk og Lív Sveinbjørnsdóttir Poulsen skoraði sex sinnum.

Staðan í 7. riðli undankeppni EM:

Svíþjóð3300113:616
Ísland320184:744
Færeyjar310277:812
Lúxemborg300347:1050
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -