- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færist handknattleikur yfir á Vetrarólympíuleika?

Frá setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fyrir 2 árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Verður handknattleikur færður yfir á dagskrá Vetrarólympíuleika í framtíðinni? Þeirri spurningu er velt upp á sænsku fréttasíðunni Handbollskanalen hvar vitnað er í Upskil_Handball sem mun fullyrða að Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, velti þessum möguleika fyrir sér.

Í staðinn yrði strandhandbolti tekinn upp sem keppnisgrein á sumarólympíuleikum. Strandhandbolti nýtur vaxandi vinsælda víða um heim þótt hann hafi ekki skotið rótum í Nauthólsvík þrátt fyrir nokkrar tilraunir.


IOC hefur ekki verið til svars um hvort fótur sér fyrir þessum vangaveltum sem hafa áður verið reifaðar. Óvíst er hvort alvara sé í þessu vangaveltum eða fótur fyrir þeim.

Í 50 ár

Handknattleikur karla hefur verið keppnisgrein á Sumarólympíuleikum frá 1972 og kvennahandknattleikur frá leikunum í Montréal 1976 auk þess sem keppt var utandyra í handknattleik karla með fjórum keppnisliðum á Berlínarleikunum 1936.

Meiri breidd

Annað slagið hefur því verið velt upp að færa ýmsar innanhússgreinar s.s. handknattleik, körfuknattleik og blak af Sumarólympíuleikum yfir á Vetrarólympíuleika vegna þess að það hentar betur inn í leikjadagskrá þessara íþróttagreina sem að mestu liggja niðri yfir sumarmánuðina. Auk þess hefur verið talið að með flutningi boltagreinanna yfir á Vetrarleikanna yrði meiri beidd í keppnisgreinum þeirra og laða að fleiri áhorfendur.

Lítill hljómgrunnur

Ekki hefur verið mikill hljómgrunnur fyrir þessum breytingum, t.d. hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, sem heldur Evrópumót karla í janúar annað hvert ár. Ljóst að tvö stórmót með mánaðarmillibili eða þar um gengur ekki upp og verður aldrei samþykkt af hálfu félaga eða EHF. Auk þess sem stórmót kvenna eru haldið í desember ár hvert, HM og EM, féllu mjög nærri handknattleikskeppni Vetrarólympíuleika sem hefjast alla jafna í febrúar fjórða hvert ár. Stórmótin eru helsta tekjulind EHF og Alþjóða handknattleikssambandsins vegna vaxandi sjónvarpstekna með ári hverju.

Stöðug pressa

IOC er hinsvegar í lófa lagið að ákveða breytingar af þessu tagi og henda svo greininni út af Ólympíuleikum ef alþjóðleg sérsambönd taka ekki það sem að þeim er rétt. Stöðug og mikil og pressa er um að taka inn nýjar greinar á Ólumpíuleika, hvort heldur þeir fara fram að sumri eða vetri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -