Níu lið eru örugg um að eiga sæti í Meistaradeild karla á næstu leiktíð en alls verða þátttökulið 16 eins og undanfarin ár. Tólf lið sækjast eftir sætunum sjö sem eftir standa. Eins og í Meistaradeild kvenna þá komast færri lið að en vilja. Framkvæmdastjórn EHF ákveður á fundi sínum á föstudaginn, 21. júní, hverjir hreppa hnossið í báðum deildum.
Liðin fimm sem ekki hljóta náð fyrir augum framkvæmdastjórnar EHF munu væntanlega freista gæfunnar í Evrópudeildinni.
Fimm Íslendingalið á biðlista
Meðal félaga sem eru á biðlista eftir sæti í Meistaradeild karla er Fredericia Håndboldklub, silfurlið dönsku úrvalsdeildarinnar sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar og Arnór Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson leika með, og svissnesku meistararnir, Kadetten Schaffhausen, sem Óðinn Þór Ríkharðsson er leikmaður hjá.
Fleiri Íslendingalið eru í biðstöðu eins og Nantes frá Frakklandi sem Viktor Gísli Hallgrímsson stendur vaktina í markinu hjá og ungverska liðið Pick Szeged sem Janus Daði Smárason er ganga til liðs við. Einnig er FC Porto á biðlista en Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með liðinu frá og með næsta keppnistímabili.
Liðin níu sem eru örugg um sæti í Meistaradeild karla:
Danmörk – Aalborg Håndbold.
Spánn – Barcelona.
Frakkland – Paris Saint-Germain Handball.
Þýskaland – SC Magdeburg.
(Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon eru leikmenn SC Magdeburg)
Þýskaland – Füchse Berlin.
Ungverjaland – Veszprém HC
(Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém).
Noregur – Kolstad Håndball.
(Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sveinn Jóhannsson eru leikmenn Kolstad).
Pólland – Orlen Wisla Plock.
Portúgal – Sporting CP.
(Orri Freyr Þorkelsson er leikmaður Sporting).
Liðin 12 sem bíða og vona:
Króatía – HC Zagreb.
Danmörk – Fredericia Håndboldklub.
Spánn – Bidasoa Irun.
Frakkland – HBC Nantes.
Ungverjaland – PICK Szeged.
N-Makedónía – HC Eurofarm Pelister.
Noregur – Elverum Håndball.
Pólland – Industria Kielce.
Portúgal – FC Porto.
Rúmenía – Dinamo Bucuresti.
Sviss – Kadetten Schaffhausen.
Slóvakía – Tatran Presov.
Sjá einnig: