- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færri sendingar og þrír leikhlutar

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari danska karlalandsliðsins, segir að fyrir löngu sé kominn tími til að skera upp herör gegn langdregnum sóknarleik margra liða. Oft standi sóknir yfir í hálfa aðra og jafnvel upp í tvær mínútur sem er óþolandi að mati Jacobsen í samtali við TV2 í Danmörku.


Jacobsen vill að dómarar gefi fyrr merki um leiktöf en þeir gera auk þess sem fækka verði sendingum manna á milli niður í þrjár úr sex eftir að gefið hefur verið merki um leiktöf.


Meðal atriða í tillögum nefndar á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um breytingar á leikreglum sem kynntar voru í haust og handbolti.is fjallaði um, er m.a. gert ráð fyrir að hámarksfjöldi sendinga manna á milli eftir að merki hefur verið gefið um töf verði fjórar í stað sex. Jacobsen segir að draga eigi mörkin við þrjár sendingar.


Í tillögum IHF á einnig að gera liðum örðugra um vik að leika með sjö sóknarmenn. Jacobsen segir það ekki vera stórmál í sjálfu sér. Meira máli skipti að hraðinn verði aukinn, dregið verði úr töfum á leiknum með tiltölulega einföldum aðgerðum.


Eins veltir Jacobsen því fyrir sér í viðtalinu hvort rétt sér að taka upp þrjá leikhluta sem standa yfir í 20 mínútur hver, í stað tvisvar sinnum 30 mínútna eins og nú er.

„Stundum eru fjögur leikhlé í síðari hálfleik sem gerir að verkum að síðari hálfleikur dregst oft á langinn. Með því að taka upp þrisvar sinnum 20 mínútur og fá þá tvö hálfleiks hlé verður hægt að skera niður leikhléin sem geta verið sex í hverjum leik auk hálfleiks eftir hálftíma leiktíma. Breyttur leiktími og tvö hálfleikshlé getur líka haft þá kosti að draga úr eða breyta álagi á leikmenn,“ segir Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Dana í samtali við TV2 í Danmörku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -