- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fannst við spila agaðan leik

Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var skiljanlega ánægður með frammistöðu sinna manna í Hertzhöllinni í kvöld er heimamenn unnu sjö marka sigur á Selfossi í 11. umferð Olís-deildar karla.

Stórleikur Einars Baldvins

„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn og almennt ánægður með spilamennskuna heilt yfir. Gott framlag frá öllum og vörnin var náttúrlega góð, þar af leiðandi var Einar að verja mjög vel,“ sagði Róbert í samtali við handbolta.is eftir leik en Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, átti stórleik og varði 19 skot, þar af tvö vítaskot, alls 44% markvarsla.

Betri sóknarleikur en áður

Mér fannst við, heilt yfir, spila agaðan sóknarleik og það er kannski eitthvað sem hefur verið að hrjá okkur en mér fannst við spila agaðan leik í dag og er virkilega ánægður með það,“ sagði Róbert enn fremur um sitt mat á leik síns liðs.

Aðspurður um hvort eitthvað hefði geta farið enn betur í leik Gróttu í kvöld svaraði Róbert að eflaust væru einhver smáatriði hér og þar sem mætti bæta. „Ég þarf að horfa aftur á það. Auðvitað getum við lagað leikinn. Það er ekkert lið sem getur spilað fullkominn leik en heilt yfir var ég mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, að lokum í samtali við handbolta.is í Hertzhöllinni.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -