- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fara með sigurbros á vör suður á bóginn

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar kræktu í tvö stig til viðbótar í keppni sinni í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld þegar enn ein markasúpan var í boði íþróttahúsinu á Torfnesi, heimavelli Harðar. Sigur Haukar var aldrei í hættu. Lokatölur, 43:37, eftir sex mörkum skakkaði einnig á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 22:16.


Þetta var annar sigur Hauka í röð undir stjórn Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar. Hefur lið hans nú mjakast upp á við og tekið bólfestu í sjöunda sæti með 11 stig eftir 12 leiki. Hörður er sem fyrr á neðstur með sitt eina stig.


Snemma varð ljóst að Haukar ætluðu ekki að hleypa leiknum í spennu. Þeir voru með yfirhöndina, 14:8, eftir 15 mínútur. Þeir héldu sjó eftir það og Harðarmenn verða að bíða eftir sínum fyrsta sigri fram í næstu umferð Olísdeildar.


Mörk Harðar: Endijs Kusners 10, Suguru Hikawa 6, Jón Ómar Gíslason 5, Mikel Amilibia Aristi 5, José Esteves Neto 3, Axel Sveinsson 2, Daníel Wale Adeleye 2, Victor Iturrino 2, Guilherme Andrade 1, Emannuel Evangelista 1.
Varin skot: Rolands Lebedevs 5, Emannuel Evangelista 1.

Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 14, Andri Már Rúnarsson 8, Heimir Óli Heimisson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Birkir Snær Steinsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Geir Guðmundsson 2, Atli Már Báruson 1, Össur Haraldsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 10, Matas Pranckevicus 1.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur121101415 – 43222
FH11722329 – 31816
Afturelding11623334 – 31314
ÍBV12624401 – 37214
Stjarnan11533327 – 31413
Fram12534357 – 35413
Haukar12516363 – 34711
Selfoss11515321 – 22911
Grótta10325269 – 2698
KA11326313 – 3318
ÍR11218307 – 3725
Hörður120111354 – 4291

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -