- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fara með þriggja marka forskot til Göppingen

Díana Dögg Magnúsdóttir leikmaður BSV Sachen Zwickau. Mynd/BSV Sachen Zwickau
- Auglýsing -

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau eiga þriggja marka forskot uppi í erminni fyrir síðari viðureignina við Göppingen í umspili um sæti í þýsku 1. deildinni í handknattleik eftir 26:23 á heimavelli í gær í fyrri leiknum. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja leikur í efstu deild á næstu leiktíð.

„Mér líst vel á síðari leikinn þótt við hefðum gjarnan viljað vinna heima með meiri mun,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is. „Stangirnar voru aðeins fyrir okkur, til dæmis í seinni hálfleik.“

Næsti leikur á laugardag

Díana Dögg skoraði fimm mörk í leiknum, átti sjö stoðsendingar og skapaði eitt færi og vann tvö vítaköst. Fjögurra marka sinna skoraði Eyjakonan í fyrri hálfleik en að honum loknum var Zwickau með eins marks forskot, 12:11.

Síðari viðureignin fer fram í Göppingen á laugardaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -