- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fátt getur komið í veg fyrir að Ómar og Gísli verði meistarar

Ómar Ingi Magnússon skoraði níu mörk í Nürnberg í gær. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að SC Magdeburg verði þýskur meistari í handknattleik á næstu vikum. Magdeburg vann Erlangen, 38:36, í Nürnberg í gær í 1. deildinni og hefur fjögurra stiga forskot á THW Kiel þegar síðarnefnda liðið á fimm leiki eftir en Magdeburg sex.


Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku stór hlutverk hjá Magdeburg í sigurleiknum í gær. Ómar Ingi var markahæstur með níu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum til viðbótar við sex stoðsendingar. Ómari Inga var einu sinni vísað af leikvelli.


Hafnfirðingurinn kviki, Gísli Þorgeir Kristjánsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk og átti einnig sex stoðsendingar.
Aldrei munaði miklu á liðunum í markaleiknum í gær. Erlangen var síðast með yfirhöndina, 7:6, þegar skammt var liðið af leiknum. Eftir það var forystan í höndum leikmanna Magdeburg, m.a. var tveggja marka munur í hálfleik, 20:18.


Ómar Ingi er sem stendur næst markahæstur í þýsku 1. deildinni með 186 mörk, fimmtán mörkum færra en Hans Lindberg, Füchse Berlin, sem er efstur á blaði.

Standings provided by SofaScore LiveScore


- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -