- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Fátt virðist geta ógnað SC Magdeburg

- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu áttunda leik sinn í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í kvöld. Liðið er efst í B-riðli keppninnar með 16 stig eftir leikina átta eftir öruggan sigur á RK Zagreb, 43:35, í höfuðborg Króatíu í kvöld.

Ómar Ingi Magnússon var markahæstur Íslendinganna hjá Magdeburg með fjögur mörk og eina stoðsendingu. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark og var að vanda öflugur í vörninni.

Matthias Musche skoraði 11 mörk fyrir Magdeburg en hann var að leika í annað sinn með liðinu á keppnistímabilinu. Musche sleit krossband síðla á síðasta keppnistímabili.

Matthias Musche að skora eitt af 11 mörkum sínum. Ljósmynd/EPA

Ihar Bialiauski skoraði átta mörk fyrir RK Zagreb sem rekur lestina án stiga í B-riðli Meistaradeildar.

Bjarki Már var ekki með

Í A-riðli fór ungverska meistaraliðið One Veszprém auðveldlega með sigur úr býtum gegn Kolstad frá Noregi, 42:34. Bjarki Már Elísson var ekki í leikmannahópi One Veszprém. Nedim Remili var markahæstur með sjö mörk.

Simon Jeppsson var markahæstur hjá Kolstad með 11 mörk og fimm stoðsendingar. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði ekki mark fyrir liðið og Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki með vegna meiðsla.

Sigurjón Guðmundsson varði 2 skot í marki Kolstad, 17%, þann tíma sem hann stóð vaktina.

Kolstad er næst neðst með tvö stig en One Veszprém situr í þriðja sæti með 10 stig.

Óttast alvarleg meiðsli hjá Arnoldsen

Í hinni viðureign kvöldsins í A-riðli vann danska meistaraliðið Alaborg Håndbold öruggan sigur á Kielce, 34:27, í Gigantium Arena í Álaborg.

Meiðsli danska landsliðsmannsins Thomas Arnoldsen vörpuðu skugga á góðan sigur. Arnoldsen meiddist eftir um 10 mínútur í síðari hálfleik. Óttast er að meiðslin séu alvarleg, jafnvel að krossband hafi slitnað.

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Arnoldsen fagnar einu af sex mörkum sínum í kvöld. Grunur er á að hann hafi meiðst alvarlega í leiknum. Ljósmynd/EPA

Arnoldsen hafði skorað sex mörk og gefið fimm stoðsendingar þegar hann meiddist. Juri Knorr var næstur með fimm mörk eins og Lukas Niksson og Mads Hoxer.

Alex Dujshehaev skoraði sjö mörk fyrir Kielce sem er í sjötta sæti af átta liðum í riðlinum með fimm stig.

Aalborg Håndbold er í öðru sæti með 13 stig, stigi á eftir Füchse Berlin sem mætir Sporting annað kvöld.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -