- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fékk meira af léttum skotum af því að vörnin var góð

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Ívar Benediktssson skrifar frá Tíblisi, [email protected]

„Vörnin var mjög góð og þess vegna kom meira af léttum boltum á mig fyrir utan. Skot sem henta mér mjög vel,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is í keppnishöllinni í Tíblisi rétt eftir að öruggum sigri íslenska liðsins á Georgíumönnum var lokið í annarri umferð undankeppni EM karla 2026 í handknattleik, 30:25. Viktor Gísli var frábær í íslenska markinu, varði 14 skot, 35%.


„Þetta var bara mjög góður leikur. Ég náði að undirbúa mig mjög vel fyrir leikinn sem skilaði sér ásamt góðri vörn. Bara jákvætt,“ sagði Viktor Gísli glaður í bragði þar sem hann var að ljúka við að teygja á sér á keppnisgólfinu skömmu eftir leikinn. Viktor Gísli stóð allan leikinn í markinu. Markvarsla hans var ekki síst drjúg framan af síðari hálfleik þegar íslenska liðið var að auka forskot sitt upp í fimm til sex mörk úr einu marki, 14:13, sem var niðurstaðan eftir fyrri hálfleik.

„Það er alltaf gaman að ná heilum góðum leik ekki síst með landsliðinu,“ sagði Viktor Gísli ennfremur en hann missti dampinn í síðari hálfleik gegn Bosníu og var skipt af leikvelli.

„Síðustu dagar hafa verið jákvæðir. Við byrjum undankeppnina með tveimur sigurleikjum. Eftir erfitt ferðalag er mjög gott að taka tvö stig gegn snúnum andstæðingi á útivelli,“ sagði Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður íslenska landsliðsins í handknattleik karla við handbolta.is eftir sigurinn í dag.

Undankeppni EM karla “26: úrslit leikja og staðan

Vantaði stundum meiri aga í sóknarleikinn

Um margt svipaður leikur og á miðvikudaginn

Strákarnir okkar unnu öruggan sigur á Georgíu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -