- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fengu eitthvað gott að drekka og voru mjög ferskir

- Auglýsing -


Allan Norðberg leikmaður Vals var í sjöunda himni eftir sigur Vals á Aftureldingu í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar karla í N1-höllinni í kvöld, 30:29. Auk sigursins var stór hópur landa hans frá heimabænum, Strendur syðst á vesturströnd Skálafjarðar á Austurey hvaðan þeir Allan og Bjarni í Selvindi eru, mættir á Hlíðarenda til þess að hverja landa sína og Valsliðið ti dáða. Drógu frændur okkar ekkert af sér frá upphafi til enda.

Mættir á pílumót

„Það er pílumóti í Reykjavík og þeir eru mættir til þess að vera með á mótinu. Að fá þá hingað gerði bara leikinn enn skemmtilegri. Í hópnum eru fjölskylda mín og vinir,“ sagði Allan í samtali við handbolta.is. „Þeir fengu eitthvað gott að drekka fyrir leik og voru mjög ferskir,“ sagði Allan léttur í bragði og hafði gaman af enda fátt betra en gleðjast yfir sigri með góðum vinum.

Valsmenn voru líka ferskir

Það voru ekki aðeins færeysku áhorfendurnir sem voru ferskir heldur einnig leikmenn Vals, einkum í síðari hálfleik. Þeir sneru við blaðinu eftir að hafa verið fjórum mörkum undir í hálfleik yfir í eins marks sigur.

Sýndum alvöru karakter

„Afturelding missti mikilvægan leikmann af velli með rautt spjald í lok síðari hálfleiks. Við nýttum okkur okkur það í síðari hálfleik og sýndum alvöru karakter að klára þetta í lokin,“ sagði Allan sem bíður spenntur eftir næsta leik við Aftureldingu á mánudagskvöld í Mosfellsbæ.

„Við ætlum að klára einvígið á mánudaginn. Það er fyrsta markmiðið,“ sagði Allan Norðberg leikmaður Vals og færeyska landsliðsins í samtali við handbolta.is í kvöld.

Lengra viðtal við Allan er í myndskeiði hér fyrir ofan.


Færeyingar koma gagngert til að styðja Allan og Bjarna

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -