- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fengum stigin sem við vildum fá

Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

„Við fengum stigin tvö sem við vildum sækja með miklum vilja í lokin,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, í samtali við handbolta.is eftir þriggja marka sigur FH á Aftureldingu, 30:27, í 19. umferð Olísdeildar karla í Kaplakrika í dag.


„Það var svo sem eitt og annað sem hefðum viljað gera betur. Við verðum að nýta næstu daga til að bæta leik okkar fyrir framhaldið,“ sagði Sigursteinn. Spurður um hvað hafi gerst þegar liðið tapaði niður fimm marka forskoti í síðari hálfleik sagði Sigursteinn þann kafla skrifast á agaleysi.


„Þegar við fórum að skipta inn á leikmönnum til að dreifa álaginu þá ruglaðist skipulagið hjá okkur sem hafði nærri komið okkur í koll,“ sagði Sigursteinn sem heldur áfram stigasöfnuninni sem hann hefur verið í frá fyrsta leik. Markmiðin hafi ekkert breyst og svo megi treysta því að FH-ingar mæta vel búnir þegar í úrslitakeppnina verður komið.

FH situr í öðru sæti deildarinnar og á fjóra leiki eftir óleikna og er fimm stigum á eftir Haukum sem tróna á toppnum sem fyrr.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -