- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fengum það út úr leikjunum sem við vildum – framfarir á öllum sviðum

- Auglýsing -

o

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna sagði eftir sigurinn í gær í síðari vináttuleiknum við Pólland það hafa verið mikilvægan og góðan áfanga fyrir íslenska landsliðið að takast að fylgja eftir sigrinum á föstudaginn. Í íþróttum er ekki á vísan róið.

„Maður veit aldrei hvað gerist eftir jafn góðan leik og við lékum í gær,“ sagði Arnar í samtali við handbolta.is í gærkvöld að loknum sigri, 28:24, í Sethöllinni á Selfossi.

Sterk liðsheild

„Liðsheildin var mjög sterk hjá okkur í leikjunum og flestir leikmenn að leggja í púkkið sem er frábært,“ sagði Arnar ennfremur.

Arnar hefur þrjár vikur til að velta málum fyrir sér áður en landsliðið kemur næst saman og hefur endasprettinn á undirbúningi sínum fyrir þátttöku á Evrópumótinu sem hefst 29. nóvember, alltént hvað snýr að íslenska landsliðinu.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fylgist grannt með leiknum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Færri tæknifeilar

„Við fengum það út úr leikjunum sem við vildum fá, það voru framfarir á öllum sviðum í okkar leik. Markvarslan var góð, varnarleikurinn var mjög góður og við keyrðum mjög vel fram völlinn. Auk þess þá tókst okkur að fækka tæknifeilum í sókninni. Þeir voru vissulega fleiri í dag en í gær. Litið til beggja leikja þá eru framfarir á þessu sviði. Það skiptir miklu máli, ekki síst gegn sterkari andstæðingum, að hafa sem fæsta tæknifeila,“ sagði Arnar og bætti við varðandi sóknarleikinn.

Meiri ró yfir sóknarleiknum

„Meiri yfirvegun var yfir sóknarleik okkar í þessum tveimur leikjum, meiri skynsemi og ró. Boltinn fékk að fljóta lengur. Við stigum skref fram á við.“

Íslenska landsliðið verður með landsliðum Hollands, Úkraínu og Þýskalands í riðli á Evrópumótinu. Leikirnir í riðli Íslands fara fram í Innsbruck í Austurríki, 29. nóvember, 1. og 3. desember. Tvö lið fara áfram úr hverjum riðli en þeir eru sex og þátttökuþjóðir 24. 
Áður en íslenska landsliðið hefur þátttöku á EM 29. nóvember mætir það landsliði Sviss í tvígang í Sviss áður farið verður yfir til Innsbruck.
Brúttóhópurinn, 35 leikmenn, verður væntanlega opinberaður á morgun, mánudag.

Styrkjandi fyrir átökin

Arnar segir ennfremur að eftir erfiða leiki á æfingamótinu í Tékklandi fyrir mánuði þá komi þjálfara og leikmenn sannarlega jákvæðari eftir leikina tvo við Pólverja um helgina. Það styrkir alla fyrir átökin sem framundan eru eftir fáeinar vikur. „Þetta auðveldar undirbúninginn,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

kvennalandsliðið sem lék við Pólverja á föstudag og laugardag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Höldum okkur á jörðinni

Spurður hvort ástæða væri til bjarsýni á EM með sama framhaldi sagði Arnar að engin ástæða væri til að fara á flug eftir sigrana á Pólverjum.

„Við erum að fara í verkefni sem við höfum stefnt að í langan tíma. Sannarlega ríkir tilhlökkun hjá okkur. Við mætum alvöru andstæðingum á EM en með svona frammistöðu þar sem við leggjum allt í leikina þá hlakka ég til. Það er alveg morgunljóst,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik í samtali við handbolta.is.

Lengra myndskeiðsviðtal er við Arnar efst í þessari frétt.

Sjá einnig: „Þetta er stórt framfaraskref“

Sigrinum í gær var fylgt eftir með öðrum sigri á Pólverjum

Small allt saman hjá okkur um helgina

Maður vill alltaf standa sig betur

A-landsliðs kvenna – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -