Fullyrt er á X-síðu Handballnorway að Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals gangi til liðs við norska meistaraliðið Kolstad á komandi sumri. Hann mun hafa verið úti hjá Þrándheimsliðinu á dögunum og litið þar á aðstæður. Virðist fátt geta komið í veg fyrir að Benedikt Gunnar flytji til Þrándheims í sumar og leiki undir stjórn Christian Berge.
Kolstad varð norskur meistari og bikarmeistari á síðasta tímabili og stendur vel að vígi um þessar mundir. Liðið situr í efsta sæti úrvalsdeildarinnar og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Kolstad hefur leikið í Meistaradeildinni á vetur. Rjóminn af norska landsliðinu leikur með Kolstad en orðrómur hefur verið uppi að einhverjir þeirra hyggi róa á ný mið í sumar.
🚨Islending ryktes klar for Kolstad🚨
— HandballNorway (@HandballNor) January 5, 2024
Benedikt Gunnar Óskarsson skal være klar for Kolstad. Den høyrehendte bakspilleren som nå spiller for Valur skal visstnok være klar for trønderklubben. Dette betyr at en bakspiller må bort, og det skal være Magnus Langeland det er snakk om.
Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður er fyrirliði Kolstad.
Janus Daði Smárason lék með liðinu á síðustu leiktíð en færði sig um set á síðasta sumri eftir að í ljós kom að sjóðir félagsins voru ekki eins digrir og vonir stóðu til og að leikmenn væru tilneyddir að taka á sig 30% lækkun launa.