- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ferðalagið verður þess virði ef við vinnum

Elvar Örn Jónsson t.v. og Ýmir Örn Gíslason landsliðsmenn verða í eldlínunni í dag gegn Georgíumönnum í Tíblisi. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson skrifar frá Tíblisi, [email protected]

„Við þurfum bara að gera þetta almennilega og vinna leikinn. Til þess komum við hingað,„ sagði Ýmir Örn Gíslason varnarmaðurinn sterki í landsliðinu í samtali við handbolta.is í Tíblisi í adraganda leiksins við Georgíu menn í Tbilisi Arena klukkan 14 í dag í annarri umferð undankeppni EM 2026 í handknattleik karla.

Óútreiknanlegir og góðir

„Georgíumenn eru ekki bara óútreiknanlegir heldur einnig góðir, bæði í vörn og sókn,“ sagði Ýmir Örn en vel hefur verið farið yfir upptöku með leikjum georgíska landsliðsins á EM í upphafi þessa árs og einnig viðureignina við Grikki á miðvikudagskvöld.

„Mér fannst þeir gera margt gott á síðasta stórmóti, að minnsta kosti af því sem við höfum séð. Þeir unnu einn leik og komust meðal annars upp úr riðlinum. Nokkrir leikmenn er erfiðir og eiga það til að taka upp á ýmsu óvenjulegu. Þess vegna verðum við að vera við öllu búnir,“ segir Ýmir Örn ennfremur. Eini leikmaður Georgíuliðsins sem hann þekkir til úr þýska handboltanum er örvhenta skyttan Girogi Tskhovrebadze, leikmaður Gummersbach. Tskhovrebadze skoraði 11 mörk gegn Grikkjum í undankeppninni á miðvikudaginn.

Skýtur oft á markið og er fastur

„Tskhovrebadze er snöggur, skýtur oft á markið og er fastur,“ sagði Ýmir Örn sem er spenntur fyrir leiknum gegn Georgíumönnum.

„Markmiðið er bara tvö stig eftir svona gott og skemmtilegt ferðalag. Það má ekki minna vera. Ferðalagið verður þess virði ef við vinnum, tvö stig og við verðum mjög glaðir,“ sagði Ýmir Örn Gíslason með bros á vör í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -