- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH er komið áfram í Evrópubikarnum

Leikmenn og starfsmenn FH eftir sigurinn í Bocholt í Belgíu í kvöld. Sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar er í höfn. Mynd/Aðstend
- Auglýsing -

FH-ingar fylgdu í kjölfar Valsmanna og eiga bókað sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik þrátt fyrir þriggja marka tap fyrir Sezoens Achilles Bocholt í síðari viðureigninni í Belgíu í kvöld. Eftir níu marka sigur á heimavelli um síðustu helgi, 35:26, þá var ekki hundrað í hættu þótt leikmenn Bocholt næðu að vinna síðari leikinn, 36:33.


FH var yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:17. Þótt Bocholt kæmist yfir þegar á leið síðari hálfleik þá var aldrei neitt útlit fyrir að liðið ógnaði níu marka forskoti FH að einhverju marki.

Sigursteinn Arndal þjálfari rúllaði á liði sínu og allir leikmenn fengu að láta ljóst sitt skína.

Eftir því sem næst verður komist verður dregið í 16-liða úrslit á þriðjudaginn.

Mörk FH: Jón Bjarni Ólafsson 6, Jóhannes Berg Andrason 6, Aron Pálmarsson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Einar Örn Sindrason 4, Birgir Már Birgisson 3, Símon Michael Guðjónsson 2, Ágúst Birgisson 1, Ásbjörn Friðriksson 1, Róbert Dagur Davíðsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 15, 32,6% – Axel Hreinn Hilmisson 1, 25%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -