- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

FH heiðraði Ólaf og Ásbjörn

- Auglýsing -

Áður en viðureign FH og KA í Olísdeild karla í handknattleik hófst í Kaplakrika í kvöld heiðraði FH tvo afreksmenn handknattleiksliðs félagsins; Ásbjörn Friðriksson og Ólaf Gústafsson. Þeir lögðu skóna á hilluna í vor. Svo skemmtilega vill til að báðir hafa leikið með KA.

Ásbjörn ólst upp hjá KA og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins en gekk svo til liðs við FH og var þar nánast það sem eftir var ferilsins.

Ólafur er hinsvegar uppalinn FH-ingur. Hann lék í Þýskalandi og Danmörku um árabil en var síðan í fjögur ár með KA áður en hann kvaddi handboltann með FH á síðustu leiktíð.

Ásbjörn er einn leikjahæsti leikmaður í sögu FH og er einn fárra leikmanna sem leikið hafa yfir 500 leiki fyrir félagið en alls lék Ásbjörn 508 leiki. Ásbjörn sem er alinn upp í KA á Akureyri gekk til liðs við FH árið 2008, þá tvítugur að aldri. Hann kom þá inn í ungt og efnilegt lið FH og varð Íslandsmeistari með FH árið 2011. Eftir það tímabil fór Ásbjörn í atvinnumennsku til sænska liðsins Alingsås en gekk á ný til liðs við FH í október 2012 og lék með liðinu alla tíð eftir það eða þar til hann lagði skóna á hilluna sl. vor. 
Ásbjörn er einn allra farsælasti og besti leikmaður efstu deildar á Íslandi en hann varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með FH (2011 og 2024), þrisvar sinnum deildarmeistari (2017, 2024 og 2025) og einu sinni bikarmeistari (2019). Þá var Ásbjörn kjörinn íþróttamaður FH árið 2019.
Ólafur Gústafsson er alinn upp í FH og kom ungur inn í meistaraflokk félagsins og spilaði sína fyrstu leiki fyrir FH haustið 2006. Ólafur vakti fljótt athygli sem gríðarlega öflug skytta og varð Íslandsmeistari með félaginu vorið 2011. Frábær frammistaða Ólafs hjá FH gerði það að verkum að hann var keyptur til þýska stórliðsins Flensburg í lok árs 2012. Ólafur vann Meistaradeild Evrópu með félaginu árið 2014 og er einn sex íslenskra leikmanna sem hafa náð þeim magnaða árangri. Á atvinnumannaferli sínum lék Ólafur einnig með dönsku liðunum Aalborg Håndbold og KIF Kolding við góðan orðstír. Hann var einnig um skeið með Stjörnunni.
Ólafur gekk á ný til liðs við FH sumarið 2024, frá KA, og varð deildarmeistari með liðinu á sínu síðasta keppnistímabili. Alls lék Ólafur 183 leiki með FH og þá lék hann 43 landsleiki fyrir Íslands hönd.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -