- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar afgreiddu Víkinga í síðari hálfleik

Birgir Már Birgisson og félagar í FH mæta KA í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar unnu öruggan sigur á Víkingi, 31:24, í upphafsleik 4. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Leiðir liðanna skildu í síðari hálfleik eftir að aðeins einu marki munaði á þeim að loknum fyrri hálfleik, 13:12, fyrir FH.


FH færðist upp í þriðja sæti deildarinnar með þessum sigri. Liðið hefur sex stig en hefur lokið fimm leikjum, einum til tveimur leikjum fleira en flest önnur lið deildarinnar. Helgast það m.a. af þátttöku FH-inga í Evrópubikarkeppninni um næstu og þar næstu helgi. FH mætir Minsk í Krikanum á laugardaginn klukkan 17 og ytra viku síðar.


Víkingar sitja áfram í neðri hlutanum án stiga eins og HK og Grótta en hafa leikið einum leik fleira.

Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, reyndist Víkingum á tíðum erfiður. Mynd/J.L.Long


Víkingar náðu að halda við FH-inga á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Eftir það réði heimaliðið lögum og lofum á leikvellinum allt til loka. Phil Döhler markvörður FH fór mikinn og varði 42,5% skota sem á mark hans kom.


Egill Magnússon var umsvifamestur leikmanna FH í sóknarleiknum. Hann skorað níu mörk úr 15 skotum. Ekkert markanna var úr vítaköstum. Ágúst Birgisson var með fimm löglegar stöðvanir í vörninni og varði tvö skot.

Jóhann Reynir Gunnlaugsson fór mikinn í liði Víkings í kvöld og skoraði 11 mörk. Mynd/J.L.Long


Hjá Víkingum fór Jóhann Reynir Gunnlaugsson á kostum og virðist sem betur fer hafa jafnað sig þokkalega eftir að hafa hlotið höfuðhögg í leik við Val á síðasta laugardag. Hann skoraði 11 mörk úr 14 skotum og var með fullkomna nýtingu í vítaköstum, skoraði úr fimm.

Jovan Kukobat var einnig öflugur í markinu, varði 15 skot og var með 33,3% hlutfallsmarkvörslu. Kukobat varði tvö vítaköst. Eins og gegn Val á laugardaginn þá lét Jóhannes Berg Andrason til sín taka í vörninni. Hann var með tíu löglegar stöðvanir, nappaði boltanum einu sinni af FH-liðinu.


Alla tölfræði leiksins má nálgast hjá HBStatz.

Egill Magnússon skoraði níu mörk fyrir FH í Kaplakrika gegn Víkingi. Mynd/J.L.Long


Mörk FH: Egill Magnússon 9, Einar Örn Sindrason 5/4, Jóhann Bjarni Ólafsson 4, Birgir Már Birgisson 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Gytis Smantauskas 3, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 17, 42,5%.
Mörk Víkings: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 11/5, Hjalti Már Hjaltason 3, Arnar Steinn Arnarsson 3, Jóhannes Berg Andrason 2, Gísli Jörgen Gíslason 1, Guðjón Ágústsson 1, Arnar Gauti Grettisson 1, Jón Hjálmarsson 1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 15, 33,3%.


Stöðuna í Olísdeild karla og næstu leiki er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -