- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar brenndu sig ekki á sama soðinu tvisvar – Fram í þriðja sæti – úrslit kvöldsins

Símon Michael Guðjónsson skorar eitt af átta mörkum sínum gegn HK í Kaplakrika í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Íslandsmeistarar FH brenndu sig ekki á sama soðinu tvisvar þegar þeir mættu HK í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Þeir töpuðu í heimsókn sinn til HK-inga í Kórinn í fyrri viðureign liðanna í haust. Að þessu sinni sýndu FH-ingar hvers þeir eru megnugir með níu marka sigri, 30:21.

Birkir Fannar var í ham

Hinn þrautreyndi markvörður FH, Birkir Fannar Bragason, fór á kostum í marki liðsins annan leikinn í röð að baki öflugri vörninni. Símon Michael Guðjónsson var markahæstur FH-inga gegn sínum gömlu samherjum með átta mörk.

Vann Val í annað sinn

Afturelding vann Val öðru sinni á leiktíðinni í kvöld þegar liðin mættust að Varmá, 29:25. Mosfellingar töpuðu síðasta heimaleik sínum í deildinni þegar Haukar komu í heimsókn. Í kvöld voru Aftureldingarmenn með undirtökin frá upphafi til enda. Valsmenn töpuðu öðrum leik sínum í röð í deildinni og eru komnir í fjórða sæti, fimm stigum á eftir toppliðinu FH og þremur frá Aftureldingu sem er í öðru sæti. Birgir Steinn Jónsson var burðarás í sóknarleik Aftureldingar eins og stundum áður á tímabilinu. Hann skoraði níu mörk.

Fram í þriðja sæti

Fram notaði tækifærið og skaust upp fyrir Val og í þriðja sætið með öruggum sigri á Fjölni í Fjölnishöllinni í Grafarvogi, 36:28. Reynir Þór Stefánsson og Theódór Sigurðsson skoruðu sjö mörk hvor fyrir Fram og voru markahæstir. Ungir markverðir Fram, Arnór Máni Daðason og Breki Hrafn Árnason, skiptu leiknum á milli sín og létu til sín taka.

ÍR-ingar skoruðu síðustu mörkin

ÍR-ingar skoruðu tvö síðustu mörkin í Hertzhöllinni í kvöld og tryggðu sér þar með annað stigið gegn Gróttu, 29:29. Baldur Fritz Bjarnason og Róbert Snær Örvarsson skoruðu síðustu mörkin, sá síðarnefndi átti síðara markið þegar 80 sekúndur voru til leiksloka.

Í æsilega spennandi viðureign fengu bæði lið sóknir á síðustu mínútu en tókst ekki að nýta til þess að skora sigurmark.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Haukur Ingi Hauksson, HK-ingur, reynir að stöðva Einar Örn Sindrason leikmann FH í viðureign liðanna í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long

FH – HK 30:21 (14:11).
Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 8/1, Jóhannes Berg Andrason 6, Birgir Már Birgisson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Einar Örn Sindrason 3, Garðar Ingi Sindrason 2, Ásbjörn Friðriksson 2/2.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 14/1, 53,8% – Daníel Freyr Andrésson 2, 18,2%.
Mörk HK: Kári Tómas Hauksson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 4, Leó Snær Pétursson 3/1, Aron Dagur Pálsson 3, Haukur Ingi Hauksson 3, Sigurður Jefferson Guarino 2, Andri Þór Helgason 1, Ágúst Guðmundsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 11/1, 30,6% – Róbert Örn Karlsson 1, 16,7%.

Tölfræði HBStatz.

Afturelding – Valur 29:25 (16:13).
Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 9/2, Ihor Kopyshynskyi 7, Blær Hinriksson 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Hallur Arason 2, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 33,3% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1/1, 33,% – Sigurjón Bragi Atlason 0.
Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 9/4, Andri Finnsson 5, Magnús Óli Magnússon 4, Bjarni Selvindi 2, Miodrag Corsovic 2, Gunnar Róbertsson 1, Róbert Aron Hostert 1, Kristófer Máni Jónasson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 3, 11% – Arnar Þór Fylkisson 0.

Tölfræði HBStatz.


Fjölnir – Fram 28:36 (13:17).
Mörk Fjölnis: Óðinn Freyr Heiðmarsson 6, Björgvin Páll Rúnarsson 6/1, Viktor Berg Grétarsson 5, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Óli Fannar Pedersen 1, Brynjar Óli Kristjánsson 1, Gunnar Steinn Jónsson 1, Sigurður Ingiberg Ólafsson 1, Victor Máni Matthíasson 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 6/1, 19,4% – Bergur Bjartmarsson 1, 11%.
Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 7, Theodór Sigurðsson 7, Dagur Fannar Möller 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Tryggvi Garðar Jónsson 3, Erlendur Guðmundsson 3, Eiður Rafn Valsson 2, Ívar Logi Styrmisson 2/1, Sigurður Bjarki Jónsson 1, Arnar Snær Magnússon 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 9, 42,9% – Breki Hrafn Árnason 8/1, 40%.

Tölfræði HBStatz.

Grótta – ÍR 29:29 (16:16).
Mörk Gróttu: Sæþór Atlason 7, Jón Ómar Gíslason 5/1, Bessi Teitsson 4, Atli Steinn Arnarson 3, Antoine Óskar Pantano 3, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Kári Kvaran 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 12/1, 30,8% – Hannes Pétur Hauksson 0.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 8, Róbert Snær Örvarsson 6, Bernard Kristján Darkoh 5, Hrannar Ingi Jóhannsson 3, Bjarki Steinn Þórisson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Ólafur Rafn Gíslason 1, Jökull Blöndal Björnsson 1, Eyþór Ari Waage 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 11, 32,4% – Arnór Freyr Stefánsson 8, 57,1%.

Tölfræði HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -