- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar endurheimtu efsta sætið – Stjörnumenn hafa jafnað sig

Ásbjörn Friðriksson var öflugur að vanda þegar FH lagði Aftureldingu í kvöld í Kaplakrika. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


FH endurheimti efsta sæti Olísdeildar karla í kvöld eftir fimm marka sigur á Aftureldingu í Kaplakrika, 34:29, eftir að Mosfellingar voru marki yfir í hálfleik, 16:15.

FH hefur þar með 31 stig eftir 20 leiki, einu stigi meira en Valur sem lagði Gróttu í gær. Fram er stutt á eftir með 29.

Aftureldingarmenn misstu endanlega vonina um deildarmeistaratitilinn með tapinu. Þeir hafa 27 stig. Aðeins tvær umferðir eru eftir af Olísdeildinni sem leiknar verða 19. og 26. mars.


FH-ingar tóku af skarið þegar kom fram í miðjan síðari hálfleik gegn Aftureldingu. Þeir náðu yfirhöndinni og gáfu hana ekki eftir þótt Aftureldingarmenn væru aldrei langt undan. Á allra síðustu mínútunum leitaði Afturelding allra leiða til að forðast tap, en allt kom fyrir ekki.

- FH á eftir leik við KA á útivelli og ÍR á heimavelli.
- Valur á eftir leik við HK á útivelli og Hauka á heimavelli.
- Fram á eftir leik við ÍBV á heimavelli og við Stjörnuna á útivelli.
Ágúst Birgisson línumaður FH gerir sig líklegan til þess að finna leið framhjá Einari Baldvin Baldvinssyni markverði Aftureldingar. Ljósmynd/J.L.Long

Stjarnan gaf KA ekkert eftir

Stjörnumenn höfðu náð áttum eftir bikarúrslitaleik um síðustu helgi og 19 marka tap fyrir Aftureldingu á miðvikudagskvöld þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn í dag í Hekluhöllina. Stjarnan vann sannfærandi sigur, 31:29, og situr í 7. sæti með 20 stig, er stigi á eftir ÍBV.

KA er í 9. sæti, þremur stigum á eftir HK sem er í áttunda og síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir tapið í dag á KA enn möguleika að velta HK úr sessi. Til þess þarf allt að ganga upp hjá KA en að sama skapi flest ganga HK í mót.

KA á eftir leiki við FH á heimavelli og Fjölni á útivelli.
HK á eftir leiki við Val á heimavelli og ÍBV á útivelli.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

FH – Afturelding 34:29 (15:16).
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 9/3, Jón Bjarni Ólafsson 7, Garðar Ingi Sindrason 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Birgir Már Birgisson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Ágúst Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 7, 20,6%.
Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 6, Ihor Kopyshynskyi 5, Birgir Steinn Jónsson 5/2, Stefán Magni Hjartarson 4, Harri Halldórsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Hallur Arason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7, 24,1% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 1, 9,1%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Stjarnan – KA 31:29 (15:11).
Mörk Stjörnunnar: Hans Jörgen Ólafsson 9, Benedikt Marinó Herdísarson 7, Ísak Logi Einarsson 5, Pétur Árni Hauksson 4, Jóel Bernburg, 3, Jóhannes Bjørgvin 3.
Varin skot: Adam Thorstensen 11, 29,7% – Daði Bergmann Gunnarsson 0.
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 9/6, Dagur Árni Heimisson 8, Ott Varik 3, Einar Birgir Ólafsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Patrekur Stefánnsson 2, Magnús Dagur Jónatansson 1, Logi Gautason 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 5, 22,7% – Bruno Bernat 1, 7,1%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -