- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar eru komnir til Presov

FH-ingar fögnuðu enn einum sigrinum í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Karlalið FH í handknattleik er komið til Slóvakíu eftir langt og strangt ferðalag frá Íslandi. Seint í kvöld komu FH-ingar til Kosice í Slóvakíu þar sem síðasti leggur ferðarinnar, um 30 mínútna rútuferð til Presov, beið hópsins.

FH mætir meistaraliði Slóvakíu, Tatran Presov, í tvígang ytra. Annars vegar á föstudagskvöldið og hinsvegar á laugardaginn. Leikirnir eru liður í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar en FH er annað tveggja íslenskra félagsliða sem eftir eru í keppninni. Hitt er Valur sem leikur við Metaloplasika Sabac í Serbíu á laugardaginn.

Tatran Presov þekkir ágætlega til íslensks handknattleiks eftir að hafa unnið Aftureldingu í 32-liða úrslitum keppninnar samanlagt 55:49 í tveimur viðureignum í Presov 24. og 26. nóvember.

Á leið sinni í 16-liða úrslitin hafa FH-ingar lagt að velli Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu, serbneska liðið RK Partizan og Diomidis Argous frá Grikklandi.

Fyrri viðureign FH og Tatran Presov hefst klukkan 17 á föstudaginn en sú síðari klukkan 19 á laugardaginn. Óvíst er hvort hægt verður að fylgjast með leikjunum í lifandi myndum. Berist handbolta.is það til eyrna verður vitanlega frá því sagt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -