- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar hefja keppni í Evrópudeildinni í Toulouse

Leikmenn FH hafa nóg að gera í október og í nóvember. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar FH hefja leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Toulouse í Frakklandi þriðjudaginn 8. október. Viku síðar verður fyrsti heimaleikur FH-inga gegn annað hvort danska liðinu Mors-Thy eða Gummersbach frá Þýskalandi sem hefur Íslendingatríóið Guðjón Val Sigurðsson þjálfara, og leikmennina Elliða Snæ Viðarsson og Teit Örn Einarsson innanborðs.

Fjórir leikir á fjórum vikum

FH leikur fjóra leiki á fjórum vikum í Evrópudeildinni áður en hlé verður gert vegna landsleikja í undankeppni EM 2026. Þráðurinn verður tekinn upp 19. nóvember og síðasta viðureignin verður á heimavelli við Fenix Toulouse 26. nóvember.

Tvö lið halda áfram

Tvö efstu lið hvers riðlils 32 liða úrslita halda áfram keppni. Leikið verður í átta fjögurra liða riðlum og síðan í fjórum fjögurra liða riðlum á næsta stigi keppninnar sem hefst fljótlega að loknu heimsmeistaramóti landsliða í byrjun næsta árs.

Bætist Valur í hópinn?

Valur mætir króatíska liðinu RK Bjelin Spacva Vinkovc á í N1-höllinni á laugardaginn klukkan 17.30 í forkeppni Evrópudeildarinnar. Síðari leikurinn verður viku síðar í Króatíu.
Takist Val að leggja RK Bjelin Spacva Vinkovc tekur liðið sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og sækir HC Vardar heim til Skopje 8. október.

Tveir leikir sama dag?

Eins er ljóst að miðið við núverandi leikjaniðurröðun getur svo farið að FH og Valur eigi bæði heimaleiki 15. og 22. október.

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá riðils FH og þess riðils sem Valur hafnar í takist að ryðja króatísku hindruninni úr vegi í forkeppninnni.

Tímasetningar leikja hafa ekki verið ákveðnar en á síðustu leiktíð voru fastir leiktímar klukkan 16.45 og 18.45.

H-riðill:
8. október: Fenix Toulouse – FH.
15. október: FH – Gummersbach/Mors Thy.
22. október: FH – IK Sävehof.
29. október: IK Sävehof – FH.
19. nóvember: Gummersbach/Mors Thy – FH.
26. nóvember: FH – Fenix Toulouse.

– Tryggvi Þórsson leikur með IK Sävehof.
– Elliði Snær Viðarsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Teitur Örn Einarsson eru hjá Gummersbach.


F-riðill:
8. október: HC Vardar – Valur eða RK Bjelin Spacva Vinkovc.
15. október: Valur/RK Bjelin Spacva Vinkovc – Porto.
22. október: Valur/RK Bjelin Spacva Vinkovc – Melsungen/Elverum.
29. október: Melsungen/Elverum – Valur/RK Bjelin Spacva Vinkovc.
19. nóvember: Valur/RK Bjelin Spacva Vinkovc – HC Vardar.
26. nóvember: FC Porto – Valur/RK Bjelin Spacva Vinkovc.

– Þorsteinn Leó Gunnarsson leikur með Porto.
– Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leika með Melsungen.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -