Handknattleiksmaðurinn Bjarki Jóhannsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við FH. Bjarki, sem er miðjumaður, hefur undanfarin ár búið í Danmörku og leikið með unglingaliðum stórliðs Aalborg Håndbold auk þess að æfa með aðalliði félagsins. Bjarki, sem verður tvítugur seinna á árinu, hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands síðustu ár.
Bjarki er frá Akureyri og lék upp yngri flokka með KA enda af KA-fjölskyldu. Faðir Bjarka er Jóhann Hermannsson og meðal bræðra Jóhanns er Árni Hermannsson sem var m.a. í Íslandsmeistaraliði KA í knattspyrnu 1989, og Tómas Hermannsson bókaútgefandi. Sonur Tómasar og þar af leiðandi frændi Bjarka er Logi knattspyrnumaður Strømsgodset í Noregi og íslenska landsliðsins.
18 ára Akureyringur óvænt í leikmannahópi dönsku meistaranna