- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar tilneyddir að hætta við þátttöku

Ísak Rafnsson (10) fyrir miðri mynd fagnar ásamt félögum sínum í FH. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild FH hefur dregið karlalið sitt úr leik í Evrópubikarkeppninni í handknattleik og mætir þar af leiðandi ekki tékkneska liðinu Robe Zubří í 3. umferð keppninnar í þessum mánuði eins og til stóð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem FH sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. „Því miður hafa strangar sóttvarnarreglur á Íslandi undanfarna mánuði, æfinga og keppnisbann, og gríðarlegar kröfur yfirvalda á keppnislið sem koma til landsins, verið okkur íþyngjandi, og í raun gert okkur ókleift að leika á Íslandi.“

Þar með er ljóst að ekkert íslenskt félagslið tekur þátt í Evrópmótum félagslið þetta árið. Áður hefur Valur dregið karla,- og kvennalið sitt úr keppni. Karlalið Aftureldingar og kvennalið KA/Þórs neyddust einnig til þess að hætta við þátttöku.

Fréttatilkynning Handknattleiksdeildar FH:

„Handknattleiksdeild FH og HC Robe Zubri frá Tékklandi hafa undanfarna viku verið í daglegum samskiptum vegna fyrirhugaðra leikja liðanna í Evrópukeppninni í handknattleik.

Félögin tvö í samráði við Handknattleikssamband Íslands, Handknattleikssamband Tékklands og Evrópska handknattleikssambandið hafa lagt mikla vinnu í að reyna að ná samkomulagi án árangurs.

Því miður hafa strangar sóttvarnarreglur á Íslandi undanfarna mánuði, æfinga og keppnisbann, og gríðarlegar kröfur yfirvalda á keppnislið sem koma til landsins, verið okkur íþyngjandi, og í raun gert okkur ókleift að leika á Íslandi.

Reglugerð á landamærum Íslands sem kveður á um sóttkví við heimkomu FH liðsins frá Tékklandi er einnig með þeim hætti að ótækt er að taka þátt.

Handknattleiksdeild FH hefur því neyðst til að draga lið sitt úr Evrópukeppninni.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar hkd FH
Ásgeir Jónsson.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -