- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH komst á ný upp að hlið ÍR

FH-ingurinn Hildur Guðjónsdóttir skorar mark í leik við Selfoss. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH komst á ný upp að hlið ÍR í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik með sigri á Gróttu, 29:23, í Kaplakrika í kvöld í nokkuð kaflaskiptum leik. FH hefur þar með 29 stig en á einn leik eftir en ÍR á þrjá leiki ólokið. Selfoss er með 28 stig og fjórar viðureignir eftir. Aðeins eitt lið fer beint upp í Olísdeildina í vor en þrjú þau næstu taka þátt í umspili.


Grótta er í fjórða sæti, nokkuð á eftir þremur efstu liðunum með 20 stig og á tvo leiki eftir.


Jafnvægi var framan af leik í Kaplakrika í kvöld en þegar á leið sigldi FH-liðið fram úr og var sjö mörkum yfir þegar gengið var til búningsherbergja eftir 30 mínútna leik.


Gróttuliðið kom ákveðið til leiks í þeim síðari og hafði minnkað muninn í tvö mörk, 19:17, þegar tíu mínútur voru búnar af leiktímanum. Þessi munur hélst meira og minna þangað til fimm mínútur voru eftir. Þá var staðan 25:23. Grótta fékk þá fleiri en eitt tækifæri til þess að minnka muninn í eitt mark. Það tóst ekki og FH-liðið nýtti sér það til þess að skorar fjögur síðustu mörkin, þar af skoraði Ivana Meincke þrjú þeirra.


Mörk FH: Fanney Þóra Þórsdóttir 6, Ivana Meincke 6, Emma Havin Sardarsdóttir 4, Hildur Guðjónsdóttir 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 4, Karen Hrund Logadóttir 3, Emilía Ósk Steinarsdóttir 2.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 7, Bára Björg Ólafsdóttir 2.

Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 8, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 3, Rut Bernódusdóttir 3, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 2, Nína Líf Gísladóttir 2, Valgerður Helga Ísaksdóttir 2.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 13.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -