- Auglýsing -
Arnar Steinn Arnarsson hefur ákveðið að söðla um og leika áfram í Olísdeild karla á næsta leiktíð. Þess vegna hefur hann skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Arnar Steinn er örvhentur hornamaður og kemur til FH frá Víkingi.
Arnar Steinn skoraði 36 mörk í 20 leikjum með Víkingi í Olísdeildinni á síðasta tímabili. Hann á að baki landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
„Arnar Steinn er mjög efnilegur og með töluverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Mjög spennandi leikmaður sem gaman verður að fylgjast með í FH treyjunni næstu árin. Við ætlum að mæta til leiks næsta vetur með breiðan og góðan hóp og teljum við Arnar Stein smellpassa inn í okkar umhverfi,“ segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH í tilkynningu frá deildinni.
- Auglýsing -