- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH og Fram áfram efst – Valur vann og jafnt í spennuleik í Eyjum

Leonharð Þorgeir Harðarson, leikmaður FH, sækir að Jóni Ómari Gíslasyni, Gróttu, í Kaplakrika í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


FH og Fram er áfram jöfn að stigum í tveimur efstu sætum Olísdeildar karla í handknattleik eftir leiki kvöldsins. FH lagði Gróttu, 27:23, í Kaplakrika eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 12:10. Fram skoraði 41 mark hjá ÍR sem svaraði með 25 mörkum í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal.

Valur færðist upp í þriðja sæti með 10 marka sigri á neðsta liði deildarinnar, Fjölni, í N1-höllinni á Hlíðarenda. Valsmenn voru mikið sterkari í leiknum frá byrjun til enda og þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigrinum.

Spenna í Eyjum

Mesta spennan var í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV og Afturelding skildu jöfn, 35:35, eftir að ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16. Mosfellingar eru þar með stigi á eftir Val í fjórða sæti og tveimur stigum frá efstu liðunum tvemur, FH og Fram.

Eyjamenn áttu þess kost að tryggja sér sigur á Aftureldingarliðinu sem sýndi mikla þrautseigju í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Daniel Vieira átti skot yfir mark Aftureldingar þegar átta sekúndur voru til leiksloka. Aftureldingarmenn brunuðu fram völinn en Petar Jokanovic markvörður ÍBV varði langskot Árna Braga Eyjólfssonar rétt um það leyti þegar lokaflautið gall.

Símon Michael Guðjónsson skorar úr vítakasti framhjá Magnúsi Gunnari Karlssyni markverði Gróttu. Ljósmynd/J.L.Long

Grótta stóð lengi í FH

FH-ingar áttu á brattann að sækja gegn harðskeyttum Gróttumönnum í Kaplakrika. Grótta var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12:10, og hélt yfirhöndinni fram eftir síðari hálfleik. FH-liðið var sterkara á síðustu 10 mínútunum og gekk þá m.a. betur en áður að finna leiðir framhjá Magnúsi Gunnari Karlssyni markverði gestanna sem átti stórleik.

Garðar Ingi Sindrason skoraði átta mörk í níu skotum fyrir FH í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long
Birgir Már Birgisson, FH, reynir að snúa á Elvar Orta Hjálmarsson, leikmann Gróttu. Ljósmynd/J.L.Long

Þorgeir Bjarki tók fram skóna

Athygli vakti að Þorgeir Bjarki Davíðsson lék með Gróttu á nýjan leik í kvöld eftir 682 daga pásu, eins og segir á Facebook-síðu Gróttu. Þorgeir Bjarki hefur engu gleymt og skoraði fimm mörk úr sex skotum úr vinstra horninu.

Framarar skoruðu mörg mörk

Sem fyrr var lítið um varnir hjá ÍR-ingum í kvöld þegar þeir sóttu Framara heim. Aftur fékk ÍR-liðið á sig fleiri en 40 mörk í leik. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengdar, allra síst gegn jafn sókndjörfu liði og Framarar hafa á að skipa.

Kjartan Þór með á ný

Kjartan Þór Júlíusson lék sinn fyrsta leik með Fram í kvöld. Þessi efnilegi handknattleiksmaður hefur verið frá keppni allt tímabilið og hluta þess síðasta vegna erfiðra meiðsla.

Óbreytt á botninum

Fjölnir rekur áfram lestina í deildinni með sex stig þegar fjórar umferðir eru eftir. ÍR er tveimur stigum fyrir ofan. Grótta er í 10. sæti með 10 stig þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik síðan 3. október. Eitt lið fellur úr deildinni í lok mars þegar 22. og síðustu umferðinni lýkur. Liðið í næst neðsta sæti tekur þátt í umspili við lið úr Grill 66-deildinni.

18. umferð lýkur annað kvöld með viðureign HK og KA í Kórnum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


ÍBV – Afturelding 35:35 (18:16).
Mörk ÍBV: Daniel Esteves Vieira 8, Sigtryggur Daði Rúnarsson 8/2, Sveinn Jose Rivera 5, Sveinn Jose Rivera 4, Dagur Arnarsson 4, Andrés Marel Sigurðsson 3, Róbert Sigurðarson 1, Andri Erlingsson 1, Petar Jokanovic 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 12, 25,5%.
Mörk Aftureldingar: Birgir Steinn Jónsson 10/1, Árni Bragi Eyjólfsson 6, Stefán Magni Hjartarson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 4, Harri Halldórsson 3, Blær Hinriksson 2/1, Hallur Arason 2, Ihor Kopyshynskyi 2, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Brynjar Vignir Sigurjónsson 4/2, 19% – Einar Baldvin Baldvinsson 4, 20%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

FH – Grótta 27:23 (10:12).
Mörk FH: Garðar Ingi Sindrason 8, Ásbjörn Friðriksson 5, Birgir Már Birgisson 3, Símon Michael Guðjónsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Jóhannes Berg Andrason 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Jón Bjarni Ólafsson 1, Ágúst Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 11/1, 33,3%.
Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 7/2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 5, Jakob Ingi Stefánsson 4, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Antoine Óskar Pantano 2, Gunnar Dan Hlynsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 17/3, 38,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Fram – ÍR 41:25 (19:9).
Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 8, Ívar Logi Styrmirsson 5, Dagur Fannar Möller 5, Tryggvi Garðar Jónsson 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Eiður Rafn Valsson 4, Kjartan Þór Júlíusson 3, Erlendur Guðmundsson 3, Rúnar Kárason 2, Arnór Máni Daðason 1, Ólafur Jóhann Magnússon 1, Theodór Sigurðsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 11, 45,8% – Breki Hrafn Árnason 1, 8,3%.
Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 10/1, Bernard Kristján Darkoh 6, Eyþór Ari Waage 2, Róbert Snær Örvarsson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Bjarki Steinn Þórisson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 12/1, 25,5% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 2, 33,3%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Valur – Fjölnir 35:25 (18:14).
Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7/5, Ísak Gústafsson 6, Bjarni í Selvindi 5, Agnar Smári Jónsson 5, Kristófer Máni Jónasson 4, Allan Norðberg 2, Viktor Sigurðsson 2, Daníel Örn Guðmundsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Andri Finnsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2, 38,5% – Jens Sigurðarson 0.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7/1, Elvar Þór Ólafsson 6, Alex Máni Oddnýjarson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Gísli Rúnar Jóhannsson 2, Victor Máni Matthíasson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1, Róbert Dagur Davíðsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 7/1, 17,1% – Sigurjón Ágúst Sveinsson 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -