- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH og Valur sameinast um heimavöll á 95 ára afmælisdegi FH

Jóhannes Berg Andrason leikmaður FH sækir að vörn Vals í viðureign liðanna í Kaplakrika í lok síðasta árs. Hinn 15. október verður Kaplakriki heimavöllu beggja liða. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH og Valur taka höndum saman um að heimaleikir liðanna í 2. umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik fari fram í Kaplakrika 15. október. Sama dag verður FH 95 ára. Frá þessu er greint á Vísir í dag. Ástæða þess að liðin sameinast um heimavöll þennan dag er sú að aðeins er til einn löglegur keppnisdúkur hér á landi sem uppfyllir kröfur Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Skylt er að allir leikir Evrópudeildar EHF og Meistaradeildar fari fram á keppnisdúk frá EHF.

Valur leikur við Porto, sem er með Þorstein Leó Gunnarsson innan sinna raða, í Kaplakrika 15. október en FH-ingar taka á móti Gummersbach sem hefur m.a. á að skipa Íslendingatríóinu Guðjóni Val Sigurðssyni þjálfara og leikmönnunum Elliða Snæ Viðarssyni og Teiti Erni Einarssyni.

Leiktímar hafa ekki verið staðfestir á heimasíðu EHF en eftir því sem næst verður komist verður viðureign Vals og Porto fyrri viðureign dagsins og FH og Gummersbach eiga síðari leik.

Eftir því sem handbolti.is hefur fregnað ætla FH og Valur að kynna samstarf sitt í næstu viku.

Í fyrstu leikjadagskrá fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar stóð til að Valur og FH ættu einnig heimaleiki 22. október. Heimleik Vals við þýska liðið Melsungen var víxlað þannig að liðin mætast í Kassel í Þýskalandi 22. október og N1-höllinni á Hlíðarenda viku síðar.

Hér fyrir neðan er leikjadagskrá FH og Vals í 32-liða úrslitum riðlakeppni Evrópudeildar:

Leikjadagskrá FH í riðlakeppni Evrópudeildar: (ísl.leiktímar)
8.október: Fenix Toulouse – FH, kl.16.45.
15.október: FH – Gummersbach - óstaðfestur leiktími.
22.október: FH – IK Sävehof, kl. 16.45.
29.október: IK Sävehof – FH, kl. 17.45.
19.nóvember: Gummersbach – FH. kl. 17.45.
26.nóvember: FH – Fenix Toulouse, kl. 19.45.
-Klukkan verður færð aftur um eina klukkustund í Evrópu aðfaranótt 27.október.
Leikjadagskrá Vals í riðlakeppni Evrópudeildar: (ísl.leiktímar)
8. október: HC Vardar – Valur, kl. 18.45.
15. október: Valur – Porto - óstaðfestur leiktími.
22. október: Melsungen – Valur, kl. 18.45.
29. október: Valur – Melsungen, kl. 19.45.
19. nóvember: Valur – HC Vardar, kl. 19.45.
26. nóvember: FC Porto – Valur. kl.  19.45.
-Klukkan verður færð aftur um eina klukkustund í Evrópu aðfaranótt 27.október.

Sjá einnig: Útsendingaréttur Evrópuleikja FH og Vals hefur verið seldur

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -