- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH og Valur stefna bæði á Evrópudeildina næsta vetur

FH-ingar stefna ótrauðir á Evrópudeildina á næstu leiktíð. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar FH, Evrópubikarmeistarar Vals og Haukar taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í karlaflokki á næstu leiktíð. Afturelding og ÍBV ákváðu að afþakka þátttökurétt, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Frestur til að tilkynna um þátttöku í Evrópumótunum rann út 2. júlí.

Tvö íslensk félagslið, Íslandsmeistarar Vals og Haukar, verða skráð til leiks í Evrópubikarkeppni kvennaflokki. Tvö lið til viðbótar sem áttu möguleika á, nýta ekki tækifærið, Fram og Stjarnan.

FH og Valur hafa sett stefnu á Evrópudeildina og verður það í fyrsta sinn sem tvö íslensk félagslið gera atlögu að keppninni sem Valur var með fyrst liða leiktíðina 2022/2023. Fyrir 10. júlí á að liggja fyrir hvort annað hvort liðanna fer beint í riðlakeppnina eða hvort þau fara bæði í forkeppnina. Ef annað hvort liðið sleppur við forkeppnia er sennilegra að það kom í hlut FH þar sem liðið er Íslandsmeistari.

Haukar verða skráðir til leiks í Evróubikarkeppninni karla en það er sú keppni sem Valur vann á eftirminnilegan hátt í lok maí eftir tvo úrslitaleiki við gríska liðið Olympiakos.

Tvö kvennalið eins og í fyrra

Valur og Haukar ætla að taka þátt í Evrópubikarkeppni kvenna keppnistímabilið 2024/2025. Á síðasta tímabil voru einnig tvö íslensk kvennalið í Evrópukeppninni. Valur tók þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar en tapaði fyrir rúmenska liðinu H.C. Dunarea Braila sem síðar komst í undanúrslit keppninnar.

ÍBV lék í Evrópubikarkeppninni en féll út eftir aðra umferð og tvo leiki við MadeiraAndebol SAD.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -