- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH skoraði þrjú síðustu mörkin og vann grannaslaginn – myndir

Ásbjörn Friðriksson að skora eitt af fimm mörkum sínum í leiknum í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Íslandsmeistarar FH skoruðu þrjú síðustu mörkin í grannaslagnum við Hauka í Kaplakrika í kvöld og unnu leikinn með eins marks mun, 30:29. Leikurinn var liður í Olísdeild karla og með sigrinum tylltu FH-ingar sér í efsta sæti deildarinnar. Um leið var þetta fyrsti tapleikur Hauka á keppnistímabilinu en þeir voru eina taplausa lið deildarinnar eftir þrjár umferðir. Haukar voru marki yfir í hálfleik, 17:16.

Um var að ræða ekta Hafnarfjarðarslag, jafna og spennandi, umdeild atvik og vel á annað þúsund áhorfendur.

Birgir Már Birgisson kom FH yfir, 30:29, þegar hálf önnur mínúta var eftir. Haukar voru nánast með boltann það sem eftir var leiksins en tókst ekki að jafna metin þrátt fyrir tækifæri til þess auk þess að vera manni fleiri síðustu 22 sekúndurnar í framhaldi af brottrekstri Ágústs Birgissonar, leikmanns FH.

Fimm einn vörn FH-ingar á lokakaflanum reyndist Haukum erfið auk þess sem Daníel Freyr Andrésson markvörður var í ham í markinu og varði m.a. úr opnum færum.
Haukar voru sterkari framan af fyrri hálfleik en tókst ekki að hrista FH-inga af sér. Í stað þess að vera þremur mörkum yfir í hálfleik var forskotið aðeins eitt mark, 17:16.

FH-ingar voru með frumkvæðið fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfeik. Forskotið var aldrei meira en eitt mark. Leikmenn Hauka nýttu sér klaufaskap í sóknarleik FH-inga rétt fyrir miðjan síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur yfir, 24:22. Forskot Hauka var mest þrjú mörk, 26:23, 13 mínútum fyrir leikslok. Upp úr því breyttu FH-ingar yfir í 5/1 vörn sem riðlaði sóknarleik Hauka aðeins auk þess sem Daníel Freyr var vel á verði.

Skarphéðinn Ívar Einarsson og Össur Haraldsson voru bestu menn Hauka í síðari hálfleik. Einnig varði Aron Rafn Eðvarðsson vel á köflum, ekki síst úr opnum færum.

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk en átti 10 stoðsendingar í liði FH. Engu að síður gekk Haukum á köflum vel að loka á samstarf Arons og Jóns Bjarna Ólafssonar. Jóhannes Berg Andrason var frábær og nýtti færi sín afar vel.

Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 8, Símon Michael Guðjónsson 5/4, Ásbjörn Friðriksson 5, Aron Pálmarsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Birgir Már Birgisson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 18/2, 38,3%.

Mörk Hauka: Össur Haraldsson 6, Ólafur Ægir Ólafsson 6, Skarphéðinn Ívar Einarsson 6, Hergeir Grímsson 5, Andri Fannar Elísson 3/2, Þráinn Orri Jónsson 2, Adam Haukur Baumruk 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 7, 29,2% – Vilius Rasimas 6, 31,6%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Við fundum kerfi á þá í lokin auk þess sem Danni steig upp

Gekk upp hjá okkur í dag og það er ógeðslega gaman

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -