- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH stóð af sér áhlaupið í Eyjum

FH-ingurinn Egill Magnússon skoraði sex mörk fyrir FH gegn Þór. Mynd/ J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar unnu baráttusigur í Vestmannaeyjum í dag þegar þeir sóttu ÍBV heim, 33:30, og komst þar með á ný í efsta sæti Olísdeildarinnar í handknattleik. FH skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins eftir að ÍBV hafði náð að jafna metin þegar fimm mínútur voru til leiksloka, 29:29.
ÍBV var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik í Eyjum 16:14 eftir hafa verið með tveggja og upp í fjögurra marka forskot frá upphafi.

Einar Rafn Eiðsson kom FH í fyrsta sinn yfir á sjöttu mínútu síðari hálfleiks, 19:18. Í framhaldinu náðu FH-ingar allt að fjögurra marka forskoti og virtust ætla að sigla með öruggan sigur í burtu. Heimamenn voru á öðru máli og gerðu áhlaup eftir miðjan hálfleikinn og jöfnuðu metin, eins og áður sagði. Lokamínúturnar voru spennandi þar sem reynslan nýttist FH-ingum eflaust. Þeir eru þar með komnir í efsta sæti deildarinnar með 16 stig eftir 11 leiki. Haukar eru í öðru sæti stigi á eftir en eiga tvo leiki á sveitunga sína.


Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 9/4, Dagur Arnarsson 8, Kári Kristján Kristjánsson 4, Arnór Viðarsson 4, Róbert Sigurðsson 2, Ívar Logi Styrmisson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10, 28,6% – Björn Viðar Björsson 4, 36,4%.


Mörk FH: Egill Magnússon 7, Einar Rafn Eiðsson 6/3, Leonharð Þorgeir Harðarsson 6, Arnar Freyr Ársælsson 4, Ágúst Birgisson 4, Birgir Már Birgisson 2, Einar Örn Sindrason 2, Ásbjörn Friðriksson 2.
Varin skot: Phi Döhler 16, 37,2% – Birkir Fannar Bragason 0.

Öll tölfræði leiksins á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -