- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm leikir framundan á 12 dögum hjá Val

Miklar annir eru hjá Íslandsmeisturum Vals þessar vikurnar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valsmenn hafa nánast leikið tvo leiki á viku síðasta mánuðinn og áfram verða annir hjá þeim fram í miðjan desember. Fimm leikir standa fyrir dyrum á 12 dögum auk ferðlaga. Valur fer tvisvar til Vestmannaeyja og einu sinni til Ungverjalands.


Eftir leikinn vð PAUC í Aix en Provence í Frakklandi í gærkvöld tekur við ferðalag heim í dag. Ekki verður staldrað lengi við heim því á laugardaginn mæta Valsmenn til leiks við ÍBV í Vestmanneyjum í Olísdeild karla. Síðan rekur hver leikurinn annan eins og sjá má hér fyrir neðan.

3. des: ÍBV - Valur - Vestmannaeyjar, Olísdeild karla.
6. des: FTC - Valur - Búdapest, Evrópudeildin.
9. des: Afturelding - Valur, Mosfellbær, Olísdeild karla.
13. des: Valur - Ystad, Origohöllin, Evrópudeildin.
15. des: ÍBV - Valur, Vestmannaeyjar, bikarkeppnin, 8-liða úrslit.
Til stóð að Valur mætti Gróttu 19. desember í Olísdeild karla en leiknum hefur verið frestað til 31. janúar.


Þess má einnig geta að Valur fór vestur á Ísafjörð á síðasta föstudag og mætti nýliðum Harðar í Olísdeildinni þá um kvöld. Eftir leikinn var haldið af stað með fólksflutningabíl suður, mæðinni kastað fyrir sunnan og lagt af stað í rauða bítið á sunnudaginn til Frakklands.


Af þessu má ráða að Valsmenn hugsa um fátt annað um þessar mundir en komandi leiki.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -