Danmörk, Holland, Frakkland, Pólland og Sviss hafa tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik þótt enn séu tvær umferðir eftir óleiknar. Enn stendur barátta um sjö sæti til viðbótar af þeim tólf sem bitist er um í undankeppninni sem verður framhaldið 20. til 24. apríl.
Landslið Sviss hefur aldrei áður tryggt sér keppnisrétt í lokakeppni EM kvenna.
Portúgal, sem kom upp úr forkeppninni, heldur áfram að koma á óvart. Portúgal vann Slóvaka heima í Portúgal á miðvikudagskvöld. Í dag sýndu leikmenn portúgalska liðsins að sigurinn var engin tilviljun því þeir lögðu Slóvaka í dag í Topolcany í Slóvakíu í dag, 23:21, þrátt fyrir að hafa átt á brattann að sækja framan af og verið tveimur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik. Slóvakar voru með í lokakeppni HM í desember.
Í tveimur síðustu leikjunum mætir portúgalska liðið Ungverjum á heimavelli og síðan fer liðið yfir landamærin og leikur við granna sína í lokaumferðinni.
1.riðill:
Sviss – Litáen 34:18.
Rússland – Pólland – felldur niður.
Staðan:
2.riðill:
Austurríki – Færeyjar 26:22.
Danmörk – Rúmenía 32:27.
Staðan:
3.riðill:
Holland – Þýskaland 30:29.
Hvíta-Rússland – Grikkland, felldur niður.
Staðan:
4.riðill:
Frakkland – Króatía 27:19.
Úkraína – Tékkland, frestað.
Staðan:
5.riðill:
Slóvakía – Portúgal 21:23.
Spánn – Ungverjaland 27:30.
Staðan:
6.riðill:
Ísland – Tyrkland 29:22.
Svíþjóð – Serbía 33:25.
Staðan: