- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmta umferð – fargi létt af FH-ingum – úrslit kvöldsins

Leikmenn FH voru í sjöunda himni eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Þrír leikir fóru fram í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld. Hæst bar sennilega að FH-ingum tókst loksins að vinna leik eftir tvö jafntefli og tvo tapleiki í upphafsumferðunum fjórum. FH vann Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi með þriggja marka mun, 30:27. Hafnfirðingar voru þremur mörkum undir í hálfleik, 17:14, en tókst heldur betur að snúa skútunni yfir á kjölinn í síðari hálfleik.

Eyjamenn léku sinn besta leik á tímabilinu er þeir lögðu Stjörnumenn í Vestmannaeyjum með níu marka mun, 36:27. ÍBV er þar með áfram taplaust í deildinni í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Val. Stjarnan er hinsvegar áfram í basli og var án Arnórs Freys Stefánssonar og Gunnars Steins Jónssonar í kvöld sem bætti ekki úr skák. Þá fékk Brynjar Hólm Grétarsson rautt spjald um miðjan síðari hálfleik.

Eyjamenn voru hinsvegar frábærir. Petar Jokanovic fór á kostum í markinu og í sóknarleiknum héldu Arnóri Viðarssyni og Rúnari Kárasyni engin bönd. Þeir voru fremstir meðal jafningja. Einnig var kærkomið fyrir ÍBV að heimta Róbert Sigurðarson úr meiðslum.

Dagur Gautason t.v. skoraði 10 mörk í 10 skotum í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

KA keyrði yfir ÍR-inga í KA-heimilinu í kvöld, 38:25. Nicolas Satchwell fór á kostum í markinu og varði 25 skot, 50%. Fyrir vikið blómstruðu Dagur Gautason og Gauti Gunnarsson en báðum leiðist seint að hlaupa hraðaupphlaup. Dagur skoraði 10 mörk og geigaði ekki á skoti.

Næsti leikur í Olísdeildinni verður annað kvöld. Fram fær Val í heimsókn í Úlfarsárdal kl. 19.30.
Á laugardaginn:
Hörður – Selfoss, kl. 16.
Haukar – Afturelding, kl. 18.

Staðan í Olísdeild karla

Jón Bjarni Ólafsson, Ásbjörn Friðriksson og Leonharð Þorgeir Harðarson, leikmenn FH. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Úrslit kvöldsins

Grótta – FH 27:30 (17:14).
Mörk Gróttu: Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 7, Ari Pétur Eiríksson 5, Theis Koch Søndergard 5, Andri Þór Helgason 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Akimasa Abe 1, Hannes Grimm 1, Ágúst Emil Grétarsson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 13, 31,7%.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 5/3, Jakob Martin Ásgeirsson 5, Birgir Már Birgisson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 3, Einar Örn Sindrason 2, Egill Magnússon 2.
Varin skot: Phil Döhler 14/1, 38,6%.


KA – ÍR 38:25 (19:13).
Mörk KA: Dagur Gautason 10, Gauti Gunnarsson 9, Einar Ragn Eiðsson 9/6, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Hilmar Bjarki Gíslason 3, Haraldur Bolli Heimisson 2, Patrekur Stefánsson 1, Árni Dagur Heimisson 1.
Varin skot: Nicolas Satshwell 25, 50%.
Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 5/1, Dagur Sverrir Kristjánsson 4, Eyþór Ari Waage 4, Viktor Sigurðsson 4, Róbert Snær Örvarsson 3, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Úlfur Gunnar Kjartansson 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1, Bergþór Róbertsson 1, Bjarki Steinn Þórisson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 6/1, 21,4% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 5, 25%.

Gauti Gunnarsson skoraði níu mörk fyrir KA. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍBV – Stjarnan 36:27 (17:15).
Mörk ÍBV: Arnór Viðarsson 8, Rúnar Kárason 8, Kári Kristján Kristjánsson 4, Janus Dam Djurhuss 4, Elvar Erlingsson 4/2, Dánjal Ragnarsson 3, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Róbert Sigurðarson 1, Sveinn Jose Rivera 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 16/1, 39%.
Mörk Stjörnunnar: Hjálmtýr Alfreðsson 9, Björgvin Þór Hólmgeirsson 6, Þórður Tandri Ágústsson 3/1, Tandri Már Konráðsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Pétur Árni Hauksson 2, Leó Snær Pétursson 1/1, Starri Friðriksson 1.
Varin skot: Adam Thorstenen 3, Sigurður Dan Óskarson 3.

Staðan í Olísdeild karla.

Ýtarlega tölfræði úr leikjum kvöldsins er að finna hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -