Eyjapeyinn Elís Þór Aðalsteinsson er leikmaður 7. umferð Olísdeildar karla í handknattleik að mati Handboltahallarinnar sem valdi úrvalslið umferðarinnar í þætti gærkvöldsins. Elís Þór var á kostum og skoraði 15 mörk þegar ÍBV lagði Aftureldingu í Myntkaup-höllinni að Varmá síðasta laugardag, 34:33. Þetta er jafnframt í þriðja skipti sem Elís Þór er í liði umferðarinnar á keppnistímabilinu.
Auk Elíss Þórs þá vakti frammistaða Georgíumannsins Giorgi Arvelodi Dikhaminjia mikla athygli í leikjum 7. umferðar. Hann skoraði 12 mörk í 13 skotum í öruggum sigri KA á Val, 33:28, í KA-heimilinu.
Rós í hnappagatið eftir einstaklega góða byrjun á leiktíðinni fékk Andri Snær Stefánsson þjálfari KA sem valinn var þjálfari umferðarinnar í fyrsta skipti.
Handboltahöllin er vikulegur þáttur um handknattleik á mánudagskvöldið í opinni dagskrá í sjónvarpi Símans. Umsjónarmaður Handboltahallarinnar er Hörður Magnússon.
Lið 7. umferðar Olísdeildar karla:
Hægra horn: Giorgi Arvelodi Dikhaminjia, KA.
Hægri skytta: Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV 3*.
Miðjumaður: Garðar Ingi Sindrason, FH.
Vinstri skytta: Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, 4*.
Vinsta horn: Andri Þór Helgason, HK.
Línumaður: Sveinn José Rivera, ÍBV 2*.
Markvörður: Arnór Máni Daðason, Fram.
Varnarmaður: Styrmir Máni Arnarsson, HK.
Þjálfari umferðarinnar: Andri Snær Stefánsson, KA.
(*Hversu oft í liði umferðarinnar)
Leikmaður 6. umferðar: Elís Þór Aðalsteinsson, ÍBV.