- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtán marka tap í heimsókn í Halle Nord

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

Landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í BSV Sachsen Zwickau fengu slæman skell í heimsókn til Buxtehuder SV í Halle Nord Buxtehude í efstu deild þýska handknattleiksins í dag. Segja má að BSV Sachsen Zwickau-liðið hafi aldrei komist í takt við leikinn. Niðurstaðan var 15 marka tap, 35:20. Staðan í hálfleik var 18:11 fyrir heimaliðið.


BSV Sachsen Zwickau situr í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar með sex stig. Þrátt fyrir mikinn mun í leiknum í dag þá er Buxtehuder SV aðeins fjórum stigum ofar í áttunda sæti.

„Þetta var afleitur leikur hjá okkur frá upphafi til enda í dag. Við sáum aldrei til sólar, vörn sem sókn var bara hrein skelfing. Ekkert flæði ekki nein ákefð og algjörlega flatt,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is.

Díana Dögg skoraði þrjú mörk, átti tvær stoðsendingar og skapaði fjögur færi auk þess að vinna þrjú vítaköst.

Eftir útreiðina í dag hafa leikmenn BSV Sachsen Zwickau hálfan mánuð til þess að jafna sig eftir tapið. Næsti leikur verður á heimavelli gegn Oldenburg.

Fækkað verður um tvö lið í þýsku 1. deildinni í vor. Þrjú lið falla og eitt kemur upp úr 2. deild. Til stendur að taka upp úrslitakeppni frá og með næsta keppnistímabili.

Sandra Erlingsdóttir og liðsmenn TuS Metzingen eiga ekki leik fyrr en á fimmtudag gegn HSG Bensheim/Auerbach á útivelli.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -