- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtíu þúsund áhorfendur á leik á EM 2024

Úrslitaleikur EM 2024 í karlaflokki verður í Lanxess Arena í Köln. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Þjóðverjar eru stórhuga þegar kemur að framkvæmd Evrópumóts karla í handknattleik eftir þrjú ár. Þeir opinberuðu leikstaði mótsins í morgun. Þá kom m.a. fram að til stendur að upphafsleikur mótsins verður háður á Merkur-Spiel-Arena knattspyrnuvellinum í Düsseldorf. Gert er ráð fyrir 50.000 áhorfendum sem að öllum líkindum verður metfjöldi á handboltaleik. Vart þarf að taka fram að þýska landsliðið verður annað liðið sem tekur þátt í leiknum.

Núverandi metfjöldi áhorfenda á handboltaleik var á viðureign Rhein-Neckar Löwen og HSV Hamburg í september 2014 þegar 44.189 áhorfendur voru á Commerzbank Arena leikvangi í Frankfurt þar sem leikurinn fór fram.


Úrslitaleikur EM 2024 fer fram í Lanxess-Arena í Köln sem rúmar ríflega 19 þúsund áhorfendur og margir Íslendingar þekkja þar sem úrslitahelgi Meistaradeildarinnar hefur farið þar fram síðasta áratuginn. Eins mættust landslið Íslands og Þýskalands þar í milliriðlakeppni HM 2019.


Aðrir leikstaðir verða Mercedes-Benz Arena í Berlín sem 14.800 áhorfendur, SAP Gaden í München sem rúmar 11.500 áhorfendur en það lék íslenska landsliðið í riðlakeppni EM 2019. Eins verður leikið í SAP Arena í Mannheim þar sem 13.200 áhorfendur rúmast og Barclaycard Arena í Hamborg en í þá höll komast 13.300 áhorfendur í sæti. Sögufrægur leikur Íslands og Danmerkur á HM 2007 fór þar fram.


EM2024 verður fyrsta EM karla með 24 liðum sem fram fer í einu landi. EM 2020 fór fram í þremur löndum, Noregi, Svíþjóð og í Austurríki og EM á næsta ári verður haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu.


„Von okkar er sú að fullt hús verði á öllum leikjum EM 2024. Mín trú er að mótið verði engu líkt því sem við höfum áður orðið vitni að,“ er haft eftir Michael Wiederer, forseta Handknattleikssambands Evrópu, EHF.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -