- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtugasti og fimmti leikurinn án taps

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru ósigrandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson og samherjar hans hjá Barcelona unnu í kvöld sinn tuttugasta sigur í röð í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir lögðu þýska meistaraliðið THW Kiel, 29:25, í Barcelona í áttundu umferð B-riðils. Þetta var um leið 55. leikur Barcelona-liðsins í röð án taps þegar allir mótsleikir eru taldi saman.

Síðast tapaði Barcelona kappleik fyrir Pick Szeged frá Ungverjalandi 14. september á síðasta ári, 31:28 í Szeged.

Aron skoraði eitt mark í kvöld gegn sínu gamla liði sem hann lék með frá 2009 til 2015. Ludovic Fabregas skoraði sex mörk fyrir Barcelona og var markahæstur. Jure Dolenec, Aitor Arino og Domen Makuc skoruðu fjögur mörk hver. Alls skoruðu ellefu leikmenn fyrir Katalóníuliðið að þessu sinni. Luca Cindric var ekki með Barcelona að þessu sinni vegna meiðsla.
Miha Zarabec var markahæstur hjá Kiel með fimm mörk. Niclas Ekberg og Harald Reinkind skoruðu fjögur mörk hvor.


Í A-riðli þá tókst Pick Szeged loksins að leika einn leik í deildinni en þetta var aðeins fjórða viðureign liðsins í keppninni það sem af er leiktíðar. Szeged vann Noregsmeistara Elverum örugglega á heimavelli, 36:27, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Þetta var fyrsti sigur Szeged til þessa í deildinni.


Richard Bodo skoraði níu mörk fyrir Szeged og var markahæstur. Bence Banhidi og Stanislav Kasparek skoruðu sex mörk hvor. Stefán Rafn Sigurmannsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá Szeged. Alexander Blonz skoraði sjö mörk fyrir Elverum og Endre Langaas sex. Frakkinn Luc Abalo náði aðeins að skora einu sinni. Hann átti reyndar aðeins eitt markskot.


Daninn Mikkel Hansen fór á kostum og skoraði níu mörk þegar franska stórliðið PSG vann nauman sigur á heimavelli á Porto í A-riðli, 29:28, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11. Nedim Remili og Dylan Nahi skoruðu fjögur mörk hvor.
Daymaro Smador skorað fimm mörk fyrir Porto og Diogo Branquinho, Victor Alvarez, Andre Gomes skoruðu fjögur mörk hver.


Staðan í A-riðli:
Vive Kielce 13(8), Flensburg 9(6), Meshkov Brest 7(6), PSG 6(6), Porto 6(7), Vardar 3(5), Szeged 2(4), Elverum 2(5).
Staðan í B-riðli:
Barcelona 14(7), Veszprém 11(7), Aalborg 10(8), Kiel 7(7), Motor 4(5), Nantes 4(5), Celje 2(7), Zagreb 0(6).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -