- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fín úrslit en áttum að gera betur

Aron Pálmarsson situr hjá í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fjögurra marka sigur á útivelli eru ágæt úrslit en ég er ekki sáttur svona strax eftir leik vegna þess að mér fannst við leika illa í síðari hálfleik en vorum fínir í fyrri hálfleik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, í viðtali við RÚV eftir sigurinn á Austurríki, 34:30, í Bregenz í dag í fyrri viðureigninni um keppnisrétt á HM á næsta ári.


„Við vorum fimm eða sex mörkum yfir í hálfleik. Ætlunin var að bæta í í síðari hálfleik en það tókst ekki og ég er fúll með það,“ sagði fyrirliðinn ennfremur.


„Forskot okkar var komið niður í eitt eða tvö mörk og fjórum munar í leikslok svo úrslitin eru ágæt. En miðað við frammistöðuna áttum við að gera betur,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við RÚV í Bregenz í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -