- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur lið af 16 með Íslendingum

Ómar Ingi Magnússon í leik með Magdeburg gegn Sävehof í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur. Mynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -

Lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik lauk í gærkvöld. Að henni lokinni varð endanlega staðfest hvaða 16-lið komust áfram og taka þátt í útsláttarkeppni sem fram fer 29. mars og 5. apríl. Að henni lokinni standa átta lið eftir sem verða dregin saman. Fjögur lið sem íslenskir handknattleiksmenn leika með verða í 16-liða úrslitum, Magdeburg, GOG, Lemgo og Kadetten Schaffhausen.


Bjarki Már Elísson átti enn einn stórleikinn þegar Lemgo vann GOG í Lemgo, 39:35. Bjarki Már skoraði 10 mörk og átti þar að auki tvær stoðsendingar. Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki GOG hluta leiksins og varði 9 skot, 31%. Bæði lið voru komi áfram úr B-riðli ásamt Benfica og Nantes.


Ómar Ingi Magnússon skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Magdeburg vann Nexe í Króatíu, 28:24. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki mark. Magdeburg, sem á titil að verja í keppninni, var fyrir löngu öruggt um sæti í næstu umferð fyrir leikinn í gær enda fór þýska í liðið í gegnum keppnina í C-riðli án þess að tapa leik.


Loksins unnu Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og félagar leik í keppninni. Þeir lögðu Ciudad de Logrono (La Rioja) með sex marka mun á heimavelli, 37:31. Þetta var fyrsti og eini sigur Donna og félaga í riðlakeppninni. Donni fór á kostum í leiknum, skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar. PAUC rak lestina í riðlinum.


Annað árið í röð komst Kadetten Schaffhausen, svissneska liðið sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari, áfram í 16-liða úrslit. Liðið vann Tatabánya örugglega á heimavelli í gær, 32:26, á sama tíma og AEK Aþena, sem átti möguleika á að leggja stein í götur Kadetten, steinlá í Norður Makedóníu í heimsókn til Pelister.

Úrslit í lokaumferðinni og lokastaðan

A-riðill:
Toulouse – Bidasoa 26:26.
Pfadi Winterthur – Tatran Presov 27:31.
Füchse Berlin – Wisla Plock 29:30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
Medvedi – Riihimäen Cocks 0:10.
Lemgo – GOG 39:35.
Benfica – Nantes 31:30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

C-riðill:
Sävehof – Gorenje Velenje 27:28.
Nexe – Magdeburg 24:28.
PAUC – Ciudad de Logrono 37:31.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

D-riðill:
RK Euorfarm Pelister – AEK Aþena 30:19.
Kadetten Schaffhausen – Tatabánya 32:26.
Sporting – Nimes 32:30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Í 16-liða úrslitum mætast:
Lemgo – Wisla Ploock.
Sporting – Magdeburg.
Nexe – Eurofarm Pelister.
Gorenje Velenje – Nimes.
Nantes – Füchse Berlin.
Toulouse – Benfica.
Kadetten – Sävehof.
Bidasoa – GOG.

Leikið verður í 16-liða úrslitum 29. mars og 5. apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -