- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur lið eftir í kapphlaupi um sæti í forkeppni ÓL

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fjögur landslið eru eftir í kapphlaupinu um tvö sæti í forkeppni Ólympíuleikanna þegar framundan er milliriðlakeppni Evrópumótsins. Auk íslenska landsliðsins eru það landslið Austurríkis, Hollands og Portúgals. Austurríki fór áfram í milliriðil á kostnað Spánar sem þegar var komið með sæti í forkeppninni ÓL í gegnum árangur á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan.

Austurríki, sem er með Íslandi í milliriðlakeppninni og verður síðasti andstæðingurinn miðvikudaginn 24. janúar í Köln, er eina liðið af fjórum sem byrjar milliriðlakeppnina með stig. Hin þrjú eru án stiga.

  • Eftir HM fyrir ári eru sex þjóðir öruggar um sæti í forkeppni ÓL:
    Spánn – Svíþjóð – Þýskaland – Noregur – Ungverjaland.
  • Tvær eru komnar með annan fótinn í forkeppni ÓL:
    Króatía* og Slóvenar.**

    *Króatar fá sæti í forkeppninni ef Egyptar verða Afríkumeistarar en Afríkukeppnin hófst í Kaíró í morgun miðvikudag, og lýkur 27. janúar.

    **Slóvenar fá sæti í forkeppninni ef Egyptar verða Afríkumeistarar og Danir, Frakkar, Svíar, Þjóðverjar, Norðmenn eða Ungverjar verða Evrópumeistarar.


    Tvær af eftirtöldum þjóðum fá sæti í forkeppni ÓL í gegnum EM2024:
    Austurríki, Holland, Ísland, Portúgal.
  • Frakkland og Danmörk taka ekki þátt í forkeppni ÓL. Frakkar verða gestgjafar leikanna og Danir eru heimsmeistarar.
  • Forkeppni Ólympíuleikanna fer fram 14. til 17. mars í þremur fjögurra liða riðlum í þremur löndum.

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – milliriðlar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -