- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur lið fóru áfram í átta liða úrslit

Leikmenn Hauka fagna eftir kappleik fyrr á keppnistímabilinu. Fögnuðurinn var engu minni í leikslok í Úlfarsárdal í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Stjarnan, Selfoss, Haukar og HK komust áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar í handknattleik kvenna í kvöld. Öll unnu þau lið úr Grill 66-deildinni nokkuð örugglega nema HK sem fékk hressilega mótspyrnu frá ÍR allt til leiksloka.


Grótta stóð vel í Haukum í 40 mínútur en upp úr því skildu leiðir og Gunnar Gunnarsson þjálfari Gróttu og liðsmenn hans fengu ekki rönd við reist, lokatölur, 31:22. Haukar voru tveimur mörkum yfir, 16:14, eftir jafnan og skemmtilegan fyrri hálfleik.


Eftir jafnan leik í Skógarseli tókst HK að skora fjögur mörk í röð þegar innan við 15 mínútur voru til leiksloka og ná fjögurra marka forskoti, 26:22. Þrátt fyrir harða atlögu ÍR-inga þá tókst þeim ekki að jafna metin nema niður í tvö mörk áður en leiktíminn var úti. Staðan var jöfn í hálfleik, 16:16.


Stjarnan var með tögl og hagldir að Varmá í heimsókn til Aftureldingar sem féll úr Olísdeildinni í vor. Mestur varð munurinn 10 mörk snemma í síðari hálfleik áður en Stjörnukonur slökuðu aðeins á klónni. Skarð var fyrir skildi hjá Aftureldingu að markahæsti leikmaður liðsins, Sylvía Björt Blöndal, tók ekki þátt í leiknum. Hún er fingurbrotin.

Karen Hrund Logadóttir, FH, sækir að vörn Selfoss í kvöld. Mynd/J.L.Long


Selfossliðið sýndi FH enga miskunn í Kaplakrika og vann með 13 marka mun, 30:17. FH hélt í við gestina fyrsta stundarfjórðunginn áður en leiðir skildi.

Tveir síðustu leikir 16-liða úrslita bikarkeppni kvenna fara fram á morgun. KA/Þór sækir ÍBV heim og Víkingur fær Fjölni/Fylki í heimsókn.


Úrslit kvöldsins, markaskorara og varin skot.


FH – Selfoss 17:30 (8:13).
Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 4, Thelma Dögg Einarsdóttir 3, Emma Havin Sardardóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Ivana Meincke 2, Karen Hrund Logadóttir 1, Valgerður Ósk Valsdóttir 1, Eva Gísladóttir 1.
Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 8, Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 6.
Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Roberta Ivanauskaité 5, Hulda Hrönn Bragadóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Inga Sól Björnsdóttir 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 10, Áslaug Ýr Bragadóttir 1.

Hildur Guðjónsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir FH í kvöld. Katla María Magnúsdóttir, Selfoss, til varnar. Mynd/J.L.Long


Grótta – Haukar 22:31 (14:16).
Mörk Gróttu: Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, Guðrún Þorláksdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Lilja Hrund Stefánsdóttir 2, Rut Bernódusdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Anna Katrín Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Tinna Húnbjörg 12, Signý Pála Pálsdóttir 2.
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9, Ragnheiður Ragnarsdóttir 7, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Natasja Hammer 3, Ena Car 3, Rósa Kristín Kemp 2, Emilía Katrín Matthíasdóttir 2, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 9, Margrét Einarsdóttir 1.

Guðrún Þorláksdóttir, Gróttu, að skora eitt þriggja marka sinna gegn Haukum. Mynd/Eyjólfur Garðarsson


Afturelding – Stjarnan 23:28 (8:16).
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 6, Anna Katrín Bjarkadóttir 5, Katrín Erla Kjartansdóttir 4, Susan Ines Gamboa 3, Telma Rut Frímannsdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 1, Dagný Lára Ragnarsdóttir 1, Brynja Fossberg Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Mina Mandic 8, Tanja Glóey Þrastardóttir 3.
Mörk Stjörnunnar: Elísabet Gunnarsdóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Hekla Rán Hilmisdóttir 1, Stefanía Theodórsdóttir 1, Aníta Theodórsdóttir 1, Bryndís Hulda Ómarsdóttir 1, Vigdís Arna Hjartardóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 12, Eva Dís Sigurðardóttir 2.


ÍR – HK 25:27 (16:16).
Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 8, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 4, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 2, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1, Guðrún Maryam Rayadh 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 14.
Mörk HK: Leandra Náttsól Salvamoser 9, Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Alfa Brá Hagalín 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 9, Ethel Gyða Bjarnasen 7.


Handbolti.is fylgdist með leikjum kvöldsins á leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -