Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki lauk á sunnudaginn. Metz Handball og FTC-Rail Cargo Hungaria hrepptu tvö efstu sæti A-riðils og sitja þar með yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar sem fram fer tvær síðustu helgarnar í mars. Sömu sögu er að segja af Evrópumeisturum Györi Audi ETO KC og Esbjerg sem kræktu tvö efstu sætin í B-riðli.
Í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar mætast:
CS Rapid Bucuresti – CSM Bucuresti.
Storhamar Handball Elite – Odense Håndbold.
HB Ludwigsburg – Krim Mercator Ljubljana.
HC Podravka Vegeta – Brest Bretagne Handball.
Samanlagður sigurvegari í viðureignunum að ofan komast í átta liða úrslitum ásamt fjórum efstu liðunum í riðlunum tveimur.
Átta liða úrslit verða síðan 19. og 27. apríl. Úrslitahelgi Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki verður að vanda í Búdapest. Að þessu sinni helgia 31. maí og 1. júní.
CS Gloria 2018 BN, Nykøbing Falster Håndbold, Buducnost sátu eftir að lokinni riðlakeppninni. Fjórða liðið, Vipers Kristiansand, var þegar úr leik eftir að það varð gjalþrota í upphafi ársins og dró sig úr keppni í kjölfarið.